föstudagur, júlí 11, 2008

800.færsla. kúkur og piss

Hvort segið þið „pissa í sig “ eða „pissa á sig“?

Eða „skeina e-m“ eða „skeina e-n“?

Áhugavert?

5 ummæli:

Fríða sagði...

seinni valkosturinn í báðum tilfellum

Ásta & allir sagði...

Hmm mér finnst mjög greinilegt að maður skeini einhverjum. En svo lendi ég í smá vanda. Það sé bæði hægt að pissa í sig, og pissa á sig. Hið seinna er bara fúllyndara. Ojj hann pissaði á sig.

En Hallur er ógurlega hneykslaður hliðiná mér og vill meina að það sé ekkert hægt að pissa í sig (ekki er maður klósettskál), heldur pissar maður í buxurnar. Og maður pissar ekki á sig heldur. Nema maður sé að miða.

Nafnlaus sagði...

hann/hún pissaði á sig, en ég pissaði í mig, eða var næstum búin að pissa í mig ... langt síðan ég pissaði í mig sko.
Veit ekki alveg með þessar skeiningar, tala lítið um að skeina öðrum, setti ég nafn þá myndi ég nota þágufallið.

Áhugavert já.

Þórdís sagði...

Pissa á sig klárlega, og skeina einhverjum, kannski er þolfallið samt réttara í skeinidæminu... Já mjög skemmtilegar pælingar! Ég fæ grænar bólur þegar fólk "pissar í sig"...

Solla sagði...

skeina e-m og pissa í sig... stórskemmtileg umræða annars ;)