801.færsla.þvott
Ég þvoði fimm þvottavélar á föstudaginn. Ekki vélarnar sjálfar heldur fullar vélar af þvotti skilru.
læsti mig úti á aðfararnótt laugardagsins. Það var óheppni í óheppninni að Einar var í kef með hina lyklana. Það var samt heppni í óheppninni að ég var með lykla heima hjá mö og pa... af hverju var ég með þá en ekki mína lykla? Maður spyr sig sko. Og heppnin í óheppninni hélt áfram því ég var sko líka með aukatannburstann minn í töskunni svo ég gat tannburstað mig og allt. Mamma var himinlifandi yfir því að "fá mig í heimsókn" um miðja nótt og endurtók í sífellu "gaman að sjá þig" á meðan hún breiddi yfir mig sængina. Rosa notalegt að koma svona heim af djamminu á gamalsaldri.
Svo næsta dag bauð ma okkur systrum á Jómfrúna í smörrebröd og djasstóna. Það var huggó. Ég voða bjartsýn ætlaði þá að fara heim til að undarbúa mig fyrir fyrirframplanaðan "ég hef aldrei"-leik (já og matarboð... en það var aukaatriði, leikurinn var aðalatriði) en var ekki alveg búin að átta mig á því að ég var ekki með lykla og Eins í kef. En upp ljúkast dyr um síðir... er Eini tókst að vakna og keyra "suður". "ég hef aldrei" leikurinn mikli var svo mjög skemmtilegur en sem betur fer virðumst við vinnufélögurnar muna álíka lítið eftir honum hehehe. Það flaut allt í bjór, bókstaflega, ég hellti t.d. bjór ofan í kerti og matarskál og Díana hellti bjór undir sófa. Kláruðum allt okkar og fórum síðan í birgðirnar hennar Díönu sem var alveg viss um að hún væri ekki búin að drekka svona mikið og hélt að kærastan hefði komið heim og tekið frá henni bjór. Ó mæ lord. Þetta var skrautlegt. En skemmtilegt.... ég man a.m.k. ekki eftir neinu sem ég þarf að skammast mín fyrir ...
Gærdagurinn var því þynnkudagur dauðans. Einar stakk upp á því að við færum í hjólatúr... þvílíkt brjáluð hugdetta þar sem ég gat ekki einu sinni setið, hvað þá staðið upprétt. Kannski ekki skrítið að maður væri svolítið þreyttur eftir þriggja daga útstáelsi, þrátt fyrir að ég hafi nú verið úberróleg á föstudaginn, verandi kona á mínum aldri. Sjitt, við það að skrifa þetta fór mér að líða geðveikt illa í maganum, ég held að ég hafi endurvakið þynnkuna. Ó nei! Hjálp!
Æ. Ég ætlaði ekkert að skrifa svona mikið. Ætlaði bara að skrifa stikkorð. Ojj hvað mér er óglatt.
9 ummæli:
Hahahah :D Sko Hlíf það gengur ekki að skrifa svona færslur sem maður les síðan í vinnunni þar sem það virkar stórfurðulegt að hlæja ein inní búð.
Þetta er svoh! fyndin færsla :)
Önnur setningin er svoo fyndin, ég hló aftur að henni :D
haha ha
haha ha
ó, kom tvisvar. Það er bara gott því þá lítur út fyrir að ég fái fleiri komment. hehe
Hahaha :D já... :)
ég sem var alveg viss um að 6 manneskjur væru búnar að kommenta á hið villta vinnupartý... hehe... Takk fyrir gott kvöld :)
Ég hef bara eitt að segja. Ég á aldrei í lífinu eftir að gleyma þessu kvöldi.
Ekki einu sinni þótt ég reyndi.
Sem ég er ekkert að reyna.
Og 'ég hef aldrei' leikurinn var snilld þótt ég sé ekki viss um að ég hafi komið mjög vel út úr honum. En þið munið kannski ekkert eftir öllu sem ég var að segja.
Sem er ágætt.
dr
Ég er að reyna að muna... en man mj. lítið
Skrifa ummæli