miðvikudagur, júlí 16, 2008

803.færsla.freknur

Ég varð vör við mikla fordóma gegn freknum þegar ég googlaði freknur Lindsay Lohan. Verð að játa að ég er pínulítið móðguð yfir þessu.

12 ummæli:

Fríða sagði...

Af hverju gúgglar maður freknur Lindsay Lohan? Hún var annars svo skemmtilega freknótt á maganum þarna í myndinni þar sem hún var að leika Nönnu og mig.

Regnhlif sagði...

Sko ég googlaði reyndar "Lindsay Lohan freckles" og ástæðan var sú að vinnufélagi minn sagði að hún hefði látið fjarlægja freknurnar sínar, sem mér fannst vitaskuld algjör vitleysa.

Ég skil ekki neitt... í hvaða mynd var hún að leika Nönnu og þig?

Fríða sagði...

Nú freknóttur unglingur og mamma sem er geðlæknir alltaf með síma á sér. Freaky Friday.

Nafnlaus sagði...

Já hún lét fjarlægja þær. Ég allavega heyrði það einhvern tímann eða las. Það er soldið síðan. Mér finnst það sovoo mikil vitleysa. Hún var nú vist með freknur allsstaðar, allavega á maganum, en mér finnst það geðveikt flott :) Því hún var sko ekki með svona oofur margar. Mig langar ekki í miklu fleiri en ég er með, finnst þetta mjög fínt svona :) hehe :)
Skil samt ekki af hverju fólk er með fordóma gegn freknum.. Skil það bara alls ekki

Nafnlaus sagði...

Mér leiðast athugasemdakerfi sem láta mann skrifa gáfulegar athugasemdir, segja svo fyrsti apríl og feykja öllu saman út í vindinn.

Regnhlif sagði...

Lendir þú í því Ella? Obbobbobb

ég er með voðalega fáar freknur á maganum, en samt þegar ég gáði þá sá ég nokkrar.

Nafnlaus sagði...

Er það.. Ekki ég, nema kannski eina. Soldið asnalegt að leita vel í vinnunni.. Enda er maginn minn voða lítið í sólinni...

Regnhlif sagði...

já einmitt, ekki minn heldur. En það hafa greinilega nokkrar komið á Spáni.

Haha, sé þig fyrir mér að skoða magann í vinnunni:)

Fríða sagði...

Mér sýnist þetta vera þannig að freknur byrja að koma þar sem sólin skín mest, eins og á nefið og kinnarnar á litlum krökkum. Svo fara þær að sjást á handleggjum og svo fótleggjum og síðast á stöðum sem eru ekki mikið í sól, eins og t.d. maginn. Þetta getur tekið tugi ára sko. Mínar eru varla komnar svo langt í þessu að ég sé freknótt á maganum, en fótleggirnir maður minn. Það sá ég á Roskilde, freknurnar eru aldeilis komnar þangað

Regnhlif sagði...

Ég er freknótt á löppunum líka. Og fingrunum. Og hef orðið freknótt á eyrunum í sól (kannski er ég þannig núna, sé það bara ekki án spegils). Ætli Lindsay hafi verið svona mikið í sól fyrst hún var með freknur á maganum... meira að segja frekar ung sko. En það er svo sem ekki hægt að miða við okkur íslendingana sem höfum ekki alveg jafnmörg tækifæri til þess að bera á okkur magann.

Nafnlaus sagði...

Svo ertu líka með freknur á hérna ... þú veist. Nei, djók. Bara djók, í alvöru.

Regnhlif sagði...

Einar!