miðvikudagur, ágúst 06, 2008

808.færsla. pá

Stjörnuspá dagsins á mbl.is er lygi:

Vatnsberi: Venus hefur blessað þig með góðum smekk. Ef þú passar þig ekki, getur fólk flokkað þig sem snobbara! Næmi þitt fyrir fagurfræði laðar að ást, vini, peninga og völd.

Mig vantar sérstaklega þetta næst síðasta. Ha, og hvenær hef ég haft einhver völd í þessu lífi?

Ég treysti því að spáin rætist ekki seinna en í dag. Peninga og völd, takk, strax.

9 ummæli:

Fríða sagði...

Hlíf mín, þú ert litlasystir og það er ekki hefð fyrir því að litlusystur hafi völd, nema þau völd sem sumar þeirra hafa náð með því að grenja. Við notum ekki slíkt. Vonandi breytist þessi hefð þá í dag, ég þarf líka að nota smá af þessu þótt ég sé ekki í sama stjörnumerki og þú.

Regnhlif sagði...

Mig langar líka ekkert í völd (þó ég grenji mikið) en peningar... allavega svona smávegis af þeim, þeir eru góðir

Nafnlaus sagði...

Við eigum alltaf von á ást og auðlegð samkvæmt mbl.is stjörnuspánni. Kannski að þú hafir fengið ástina í Einari og ég hafi fengið auðinn í formi nafns? Allavega er bæði lítið um ást og peninga á mínu heimili (einu karlmennirnir sem gista hjá mér þessa stundina eru fátækir bakpokaferðalangar á sófanum og ég fæ hvorki ást né peninga frá þeim - þótt ég hafi reyndar fengið nokkra kossa og rauðvínsflöskur frá sumum) :)

Regnhlif sagði...

já, spurning...
var spákonan eitthvað að misskilja stöðuna, og ruglaðist á Auði og auði?

Nafnlaus sagði...

Iss piss, ég hlýt að vera litlasystir, að minnsta kosti er ég minnst minna systkina og mig vantar hvorki auð né völd.

Nafnlaus sagði...

Þótt þú grenjir mikið. Hahaha. Af hverju hefurðu aldrei brostið í grát í vinnunni svo við stelpurnar getum fengið að verða vitni að grenjinu? Ég er viss um að það er einstakt.

Annars fór ég að grenja í gær. Mjög stutt samt. Sat inn á baði og skældi. Saug svo upp í nefið, fór í sturtu og setti brosið upp.

Það fyndna var að sem ég er að grenja þá varð mér hugsað til þín og grenjusagnanna þinna, ekki ástæðunnar fyrir tárunum.

Ógesslega steikt. Og fyndið. Ég er nebla líka algjör grenjuskjóða.

dr

Nafnlaus sagði...

Mig langar ekkert að grenja í vinnunni... grenjið er líka ömurlega leiðinlegt, ég tútna út í framan, verð rauð og augun á mér breytast í litlar rifur. Röddin hverfur algjörlega og svo ef ég byrja á annað borð þá get ég ekki hætt fyrr en ég sofna.

En stundum er bara rosa gott að grenja. Stundum er það akkúrat það sem maður þarf.

Nafnlaus sagði...

Ég mæli með www.astro.com, það er alvöru stjörnuspá!;)

Annars á ég það til að snobba fyrir undarlegustu hlutum sem amk bankadúddar skilja ekki. Ég var þó nokkuð viss um að það væri vegna þess að ég er með tungl í Ljóni og rísandi Ljón en ekki vegna þess að ég er Vatnsberi.

Regnhlif sagði...

ég veit ekkert hvað ég er rísandi eða sígandi eða hvað sko. Og mér finnst ég alls ekki týpískur vatnsberi