812. ótrúlegur árangur
[Ef einhver á eftir að horfa á handboltann og vill ekki vita úrslitin, þá ætti sá hinn sami ekki að lesa þessa færslu]
Ótrúlegt. Ég mætti fyrst í vinnuna. Fyrir átta.
Já, ég vaknaði til þess að horfa á handboltann. Reyndar bara seinni hálfleik. Óhemju undarlegt að vakna svona snemma dags til þess að horfa á sjónvarpið - og það íþróttir!
Þetta var kannski ekki besti leikurinn til að leggja svona mikið á sig til að sjá. Þetta var eitthvað voða vonlaust í seinni hálfleiknum, þó að þeir væru bara einu marki undir í hálfleik. Og hræðilega svekkjandi að þeir skyldu ekki ná að jafna í síðustu sókninni. Svo nálægt því. Ohh. En, ég verð að segja það að þessar síðustu mínútur, þegar þeir náðu að minnka muninn niður í eitt mark, urðu til þess að maður er ekki jafn svekktur. Þeir voru nálægt. En ég ætla að reyna að halda með þeim í blíðu og stríðu... það er ekkert annað hægt. Og þeir standa sig svooo vel á köflum. Koma svo! Við gerum okkar gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta. Frábært lag.
(Ég og húsvörðurinn erum ennþá ein í húsinu).
2 ummæli:
Ég fílaði það að vakna svona snemma. Rakel var hjá pabba sínum í nótt svo ég hafði engan nema sjálfa mig að hugsa um. Fór á fætur um sex, fór í náttslopp og kom mér fyrir upp í sófa. Hoppaði í sturtu og fékk mér kaffi í leikhléinu og var svo mætt til vinnu rétt rúmlega átta (ef það hefði ekki verið fyrir eitthvað helvítis hægfara hjólhýsagengi sem tók allar götur á leið minni hingað hefði ég mætt á slaginu).
Handboltaáhugi minn eykst með árunum. Oddnýju vinkonu finnst hún ekki þekkja mig lengur.
Gyða enn lasin. Er spilakvöldið í hættu? Það er ekki gott, alls ekki gott.
dr
Spilakvöldinu bjargað! Ég er mætt... :) Horfði líka á leikinn í gær! Gat ekki sofið fyrir eigin hósta og var mjög fegin að hafa eitthvað svona áhugavert að horfa á klukkan 6 :)
Skrifa ummæli