817.færsla. Que tiemble Islandia
Auðvitað kemur ekki til greina annað en að við tökum Spánverjana á föstudaginn. Það er nú bara þannig með íslenska liðið í handbolta að það getur unnið hvaða lið sem er þó að það geti reyndar líka *bííp* fyrir hvaða liði sem er. Þó verður að segjast að ég er pínu *bííp* við spánverjana. Hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar komið með stórkarlalegar yfirlýsingar um ótvíræða yfirburði Íslendinga, við spænska vini, fyrir leik við Spánverja... og því miður verður að segjast að í öll þau skipti höfum við *blííp* fyrir spanjólunum.
Kíkti á uuu... El País, held ég þar sem stendur að Spánverjar mæti Íslendingum í undanúrslitum. Svo stendur "Hay que llegar a la final!!" ... og ég íhugaði það í smá stund hvort ég ætti að vera móðguð. En ég er bara ekki alveg viss hvað þetta þýðir... fyrst hélt ég nefninlega að þetta þýddi "Við hljótum að komast í úrslit!!" (eins og við séum bara eitthvað pís of keik, hroki) en kannski þýðir þetta bara "Við verðum að komast í úrslit!!"... sem þarf náttúrulega ekki að vera móðgandi heldur bara hvatning á "strákan þeirra".
Svo fór ég að pæla hvort Spánverjarninr væru kannski að vanmeta okkur... og gúglaði islandia balonmano semifinales (=Ísland, handbolti, undanúrslit). Og hér koma niðurstöður, lauslega þýddar:
Ecodiario.es:
Það kemur ekki á óvart að norræna eyjan hafi komist í undanúrslit, þar sem þetta er mikilvæg þjóð í alþjóðlega handboltanum, þrátt fyrir fáa íbúa, [...]
[innsk.bloggar: Já, það er rétt! Við erum mikilvægastir! Og bestir! Fyndið samt að þeir virðast hafa sterka til hneigingu til að kalla Ísland alltaf eyju... og nefna alltaf hvað við erum fá]
Metro:
Í undanúrslitunum, í baráttunni um verlaun, verður hindrunin Ísland, lið sem er miklu öflugra en hið suður-kóreska
[Jahá! Ekkert vanmat hér (mættu kannski vanmeta okkur aðeins meira... er svolítið ógnvekjandi, fyrirgefið *bííp*)]
Marca:Um leik Spánar við Suður-Kóreu: Spánn hljómaði eins og synfóníuhljómsveit síðustu 10 mínúturnar. Ísland má skjálfa.
[heyrðu væni, sástu ekki leikinn Pólland-Ísland? Spánn má sko bara skjálfa!]
man ekki hvar ég fann þett
Spánn er þegar farið að hugsa um andstæðinginn í undanúrslitinum, sem verður Ísland, flókinn andstæðingur og [spænska] liðið verður að sýna sinn besta leik til þess að komast í úrslitin. [RÉTT!]
Og svo löng klausa (yahoo deportes):
Ísland, liðið sem kom á óvart í handbolta á ólympíuleikunum, komst á miðvikudaginn í undanúrslit [...]
Íslendingarnir Alexander Petersson, Snorri Steinn Gudjonsson og Gudjon Valur Sigurdsson sóttu án miskunar á pólska markið. Ekki einu sinn mark Mariusz Jurasik á síðustu sekúndunum nægði til að bjarga Póllandi.
Ýmsir íslenskir leikmenn spila handbolta í liðum fyrir utan eyjuna, þar sem eingöngu 300.000 manns búa og í landi þeirra er íþróttin ekki mjög vinsæl, þar sem samlandar þeirra hafa meiri áhuga á fótbolta eða körfubolta í sjónvarpinu.
“Við fáum svona 500 manns á leik”, segir Íslendingurinn Olafur Stefansson við Reuters í síðustu viku. “Það er skiljanlegt, stundum er vont veður og maður nennir ekki að keyra í tuttugu mínútur í snjó þegar maður getur horft á sjónvarpið”
[:)]
Ég held við tökum þá bara. Koma svo strákar!
[afsakið innsláttar-og stafs.villur. NENNI ekki að laga]
3 ummæli:
Ertu ad grinast skiluru! Eg er buin ad bydja um eftirmiddagsfri a morgun til ad fylgjast med thessu!!! AFRAM STRAKAR!!!! KOMA SVOOOOOOOO!!!
Veistu hvað ég er bitur yfir að BBC skuli ekki sýna handboltann, ekki einu sinni á netinu?!?!? Til að bæta gráu ofan á svart þá verð ég í lest á leið til Leicester á morgun þegar næsti leikur er, svo ég get ekki einu sinni fylgst með netinu ... aaaaaargh!
oh.... annars hefðirður a.m.k. getað hlustað á lýsinguna á ruv.is
Ég einmitt missi af úrslitaleikunum (!) eða leiknum um þriðja sætið (ef svo ólíklega vill til að við komumst ekki í úrslitin;))... verð á leiðinni til DK.
Skrifa ummæli