fimmtudagur, ágúst 21, 2008

819.alveg brjáluð.

Nú er ég alveg brjáluð sko. Asnaðist til þess að skoða eitthvert svona handboltaspjall á spænsku ... og þar var sko hroki. Menn lýstu því sem gjöf að hafa lent á móti Íslandi, töluðu um að þetta þýddi nú sko að þeir væru pottþétt að fara að spila um gullið.

Ég meina: já, maður myndi fyrirfram dæma Spánverja sem sterkara lið. En Spánverjar hafa, ef maður lítur á úrslit leikja í riðlinum, EKKI staðið sig vel í þessari keppni. Í riðlinum unnu þeir 3 leiki og töpuðu tveimur. Af þeim leikjum unnu þeir Kína, sem var bara með í þessari keppni sem mótshaldari og grúttapaði öllum sínum leikjum, og Brasilíu, með EINU marki, (en brasilía tapaði fyrir Frökkum með 8 mörkum, Króatíu með 19!! mörkum (reyndar bara 3 fyrir Pólverjum)). Fyrir svona sterka handboltaþjóð eins og Spán er þetta mjög slakur árangur. Töpuðu svo fyrir Frökkum með 7 mörkum.

Við aftur á móti vorum í „dauðariðlinum“, þar sem öll liðin voru sterk, ekkert lið sem hægt var að vinna auðveldlega, og við komum út úr þeim riðli með fleiri stig en Spánverjar. Markatalan okkur út úr riðlinum var +5 en Spánverja +6, þrátt fyrir að þeir hafi fengið „auðveld“ lið eins og Kína og Brasilíu.

Hvernig geta þeir fengið það út að þeir séu miklu betri en við?

Ég er ekki að segja að ég haldi að við rústum þessum leik á morgun. Ég er bara að segja að við eigum ekki síðri möguleika á því en Spánverjarnir. Og mig langar til að strákarnir okkar lækki rostann í þessum spænsku áhangendum og skilji þá eftir grenjandi. Þeir verða að sýna þeim hvar Davíð keypti ölið! Ef svo fer að við töpum þá er það allt í lagi, en við megum ekki gera þeim þetta auðvelt fyrir. Áfram strákar! Koma svo. Ooog BERJAST!

Verð samt að taka fram að það sem ég hef lesið á „opinberum“ miðlum er ekki svona hrokafullt. Þar er Íslendingum oft lýst sem erfiðum andstæðingum. Og eini Spánverjinn sem ég hef talað um þetta við, var ekki svona sigurviss.

Þar fyrir utan höfðu þessir handboltastrákar áhyggjur af því að handboltinn yrði ekki einu sinni sýndur á Spáni, því undanúrslitin í körfubolta verða á svipuðum tíma (nema þeir hafi verið að misskilja), og Spánn er víst miklu æstari yfir því heldur en handboltanum.

UPPDEIT: Ég segi að Spánn hafi ekki staðið sig vel í þessari keppni, en það er auðvitað ekki annað hægt en að segja að lið sem kemst í undanúrslit á Ólympíuleikunum hafi staðið sig vel! En þeir stóðu sig ekkert sérstaklega vel í undanriðlinum, urðu í fjórða sæti, bara Kína og Brasilía urðu neðar.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í ljósi nýliðinna atburða (þá er ég að tala um mitt einkalíf en ekki þetta skelfilega slys í Madrid) þá eru Spánverjar orðnir jafnmiklir erkifjendur og sjálf Svíagrýlan og ekkert myndi gleðja mitt litla hjarta eins mikið og ef að þeir töpuðu! Ákveðnir aðilar hafa ekki mikla trú á á að við vinnum og sá viðkomand ekki ástæðu til að íhuga einu sinni möguleikann á óhagstæðum úrslitum fyrir sína menn. Ákveðnir aðilar eru minnst uppáhalds hjá mér þessa dagana svo að íslenska handboltaliðið væri ekki aðeins að gleðja þjóðina heldur að gera mér persónulegan greiða með því að vinna! :)

Regnhlif sagði...

hahaha.

miiiiiig langar svo að vinna spánverjana. Svo.

Vínarsvínið sagði...

hahahahaha AFRAM AFRAM AFRAM ISLAND!!!!!

Nafnlaus sagði...

NIDUR MED SPANVERJA. I RAESID MED THA ALLA!!!

Regnhlif sagði...

Haha. Æsingurinn nær greinilega til Kosovo:)

Ásta & allir sagði...

JESS! Var að sjá að leikurinn ER sýndur í danska sjónvarpinu. Var farin að óttast að þeir myndu bara sýna hestamennsku eða eitthvað og láta sem ísland væri ekki komið áfram...

Koma svo!! Sýna bæði dönum og spánverjum hvar ölið var keypt! áfram ísland...

en mikið er þetta hræðilegt slys í madríd, skelfilegt skelfilegt mál.

Nafnlaus sagði...

Fyrst kemur Ísland, Ísland, Ísland. Svo kemur Ísland, Ísland, Ísland. Síðan kemur Ísland, Ísland, Ísland. Endalaust!

[fengið að láni frá MR]

God, ég er að fara eftir 4 tíma eða eitthvað og ég er ekki búin að pakka einni einustu flík niður. Það er ekki gott að láta svona stutt líða á milli ferða, maður nennir þessu veseni bara alls ekki!

Regnhlif sagði...

Þið eruð svo fyndnar. Elska ykkur.