miðvikudagur, október 08, 2008

835. færsla. Veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður?

Mikið er ljómandi gott að vera komin með fartölvu og geta þess vegna lært á lesborðinu mínu í Gimli. Mér finnst þetta ljómandi aðstaða. Rosa flottur stóll (sem maður getur náttúrulega stillt fyrir sig því að maður situr alltaf í sama stólnum) sér bókahillur og læstir skápar, og skúffur undir skrifborðinu. Þessi aðstaða er nú reyndar ætluð doktorsnemum (held ég) en á meðan pláss er fá stakir M.A.-nemar eins og ég að nýta aðstöðuna. Úbbs, best að hætta að lofsyngja þetta rými ef ske kynni að einhverjir doktorsnemar læsu þetta og ákvæðu að stela borðinu mínu. Held reyndar að þeim yrði ekki kápan úr því klæðinu, held maður verði ekkert rekinn héðan ef maður á annað borð fékk úthlutað borði. Fyrr en eftir þessa önn sko.

Ég ætla sem sagt að vera ofur-Hlíf næstu mánuðina. Ætla að mæta á morgnanna í skólann til að kenna, fara svo beint hingað og skrifa eins og mófó, alveg þangað til ég fer í ræktina. Og ég ætla að borða hollt og passa kaloríur og fara varlega með peningana. Úff. Hef hingað til ekki átt sérstaklega auðvelt með að vera svona heilög. En ég hef fulla trú á mér í augnablikinu. Með þessa ljómandi fínu tölvu og á þessu ljómandi fína borði mínu.

Nú er ég hins vegar að verða svöng svo ég held ég fái mér gulræturnar sem ég tók með mér í nesti. Og epli kannski.

2 ummæli:

SigrunSt sagði...

Ljómandi mikið til hamingju með þetta ljómandi fína borð hlakka til að rekast á þessa ljómandi fínu stelpu sem situr við borðið og er dugnaðarhestur...verst að vera umkringdur gleri ef maður dottar bara allir í Gimli sjá það...

Regnhlif sagði...

Já, nákvæmlega...
Maður er svolítið eins og dýr í dýragarði... svolítið mikið til sýnis. En ég er nú ekki mjög nálægt glerinu. Smá privacy.