þriðjudagur, október 14, 2008

838.færsla. Það sem koma skal?

Fyrir nokkrum dögum dreymdi mig kreppudraum.

Var í einhverri sjoppu í Kringlunni að kaupa mér lítið súkkulaðistykki. Hélt á tveimur hundraðköllum og var að velta því fyrir mér hvað þetta myndi kosta. Hugsaði með mér að hundraðkall væri kannski nóg, en skipti svo um skoðun og hugsaði að þetta gæti kostað á milli 100 og 200 króna. Svo beit ég í súkkulaðið, áður en ég borgaði (mjög slæm mistök). Loksins kom afgreiðslustúlkan og sagði „þúsund krónur“. Ég bara „Þetta geeeeeeetur ekki kostað ÞÚSUND KRÓNUR, það getur bara ekki verið!“. Svo rökræddi ég þetta lengi og reyndi að fá að tala við yfirmann og ég veit ekki hvað og hvað þangað til ég gafst upp og hugsaði með mér að ég yrði bara að borga þetta. Opnaði veskið mitt og ætlaði að borga - en þá kom í ljós að ég átti ... ekkert nema... EVRUR. Hahahaa. Erfitt að ráða í þennan draum - NOT.

Fara perur illa í maga? Ekki vissi ég það. Þessi pera fór a.m.k. mjög illa í magann á mér. Þori varla að borða grænmetissúpuna sem ég tók með í nesti ef hún skyldi líka fara illa í magann þó að ég sé svöng. Kannski ég ætti bara ekki að borða neitt. Þá myndi ég kannski drullast til að léttast. Er mj. fúl út í vigtina. Æ nei djók. Ýkt svöng.

7 ummæli:

Heimir Freyr sagði...

Ertu berdreymin?

Nafnlaus sagði...

En var tetta nokkud vandamal tar sem tu attir evrur, er tad ekki eini gjaldgenga myntin???

Snoran

Regnhlif sagði...

Heimir: nei, hef ekki verið það.

Þóra: Jah, við notum nú ennþá krónur úti í búð sko!:)

Nafnlaus sagði...

Bannað að missa sig í matnum. Mér finnst frekar að þú eigir að drullast til að borða hollt og reglulega en ekki pínkulitlar máltíðir sem gefa enga orku. Ef þú borðar of lítið þá færðu í magann af því að borða það litla sem þú borðar. Belíf jú mí, ég veit það.

Bara breyta um lífsstíl. Ekki fara í átak (nema þá í hreyfingu). Það segir Gyða boot.

Ég hlakka svo vinnufjölskylduhittings. Ég mun passa það vel að þú gleymir því ekki ...

dr

Regnhlif sagði...

Sko ég er að borða hollt og reglulega, þannig að ég þarf ekkert að drullast til þess.

Nafnlaus sagði...

Sko. Þetta með að þú ættir að drullast til þess kom svolítið dónalega út. Ég notaði bara það orðalag af því að varst að tala um að drullast til að léttast. Skil jú mí?

Ég ber alveg virðingu fyrir mér eldra fólki sko.

En núna ertu kannski fyrst móðguð :)

dr

Regnhlif sagði...

Hahahaha. Já ég skil. Mér fannst "drullast" svolítið harkalegt, en núna skil ég það:) Ég mundi greinilega ekkert hvað ég hafði skrifað. Annars var ég nú ekkert móðguð sko.

haha. Já, ég er gömul en ég er "samt allavega ungleg".