miðvikudagur, október 15, 2008

839.færsla. ekkert

Getur einhver sjúkdómsgreint eymsli í andliti? Svipuð tilfinning eins og þegar maður er að byrja að fá stóra bólu - en sú er ekki raunin, heldur er ég bara aum einhvern vegin hér og þar.

Kannski er þetta hluti af skrítna kvefinu mínu. Er búin að vera með pínu kvef í 1-2 vikur, án þess að það skáni eða versni. Núna finnst mér eins og það sé að versna. Ég fæ alltaf svo löng kvef. Hef líka getað sofið endalaust upp á síðkastið. Vá hvað ég varð syfjuð af því að skrifa þessa setningu.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tett hljomar eins og ennisholubæolga, eda skutabolga (sinusitis skv ordabankanum). Tu getur fengid ter svona konnu til ad helle upp i eina nos og ut ur hinni eda, lagt tig yfir pott med sjodandi vatni

http://www.healingdaily.com/exercise/neti-pot.htm

Oryggisvordurinn

Regnhlif sagði...

Já, ætli ég sé ekki komin með í ennisholurnar. Mig langar samt ekki að hella upp í eina nös og út úr hinni. Hljómar ekki heillandi:)

sástu annars skilaboðin á feisbúkk?

Nafnlaus sagði...

Ég held samt frekar að það sé að vaxa á þig horn. Eitt eða fleiri. Ertu til dæmis nokkuð að þykkna á miðju enninu?

Regnhlif sagði...

það er spurning sko. þetta hljóta þá að vera 3-4 horn.

Tinnuli sagði...

Ég held að þú sért annað hvort ólétt eða að byrja á túr.


Ég er með leg á heilanum.

Regnhlif sagði...

Veldur þetta eymslum í andliti?

Maður veit svo sem aldrei hvort maður gæti verið orðinn óléttur en mér finnst það afar ólíklegt:) Og ég er ekki að byrja á túr.

leg á heilanum. Það hljómar næstum því eins og að vera með lag á heilanum.

Nafnlaus sagði...

Lag - leg, lagleg? Ekki svo mjög núna skilst mér? Annars sáum við Stína svo ljómandi fallega mynd af ykkur Þorbjörgu á síðunni hennar Marciu í gærkvöldi.

Regnhlif sagði...

nú? nú verð ég að kíkja.

hehe. lagleg