sunnudagur, október 26, 2008

845.færsla.sorglegt

Var að reka hausinn í skáphurð (sem ég hafði skilið eftir opna. Skil alltaf skáphurðir eftir opnar. Óþolandi skussaháttur). Og er virkilega sorgmædd yfir því.

3 ummæli:

Heimir Freyr sagði...

Og ert semsé með vafasamt glóðarauga eftir?

(Ég hef sannað það á sjálfum mér að það er vel hægt að vera blár og marinn eftir að ganga á bæði hurðir og ljósastaura.)

Regnhlif sagði...

núnú... er Jólanda svona..?

Ég rek yfirleitt höfuðið í en ekki andlitið svo Einar hefur ekki mjög oft verið ásakaður um eitthvað misjafnt.

Reyndar hef ég svolítið verið í bólgnum vörum upp á síðkastið: réðst á mig baunadós ofan úr skápnum, gekk á hurð með flösku á vörunum og svona.

Nafnlaus sagði...

Það er ástæða til að vera mjög sorgmæddur yfir slíku. Spurning um að taka bara hurðirnar af? Ja, eða þá kannski koma bara fleiri baunadósir.
Ella