þriðjudagur, október 28, 2008

847.færsla.

Átti að kenna í hádeginu í dag. En þegar ég vaknaði kl. hálf níu var ég svo hryllilega slöpp að ég fékk annan kennara til að kenna fyrir mig. Og fór aftur að sofa. Kl. 10. Rankaði ekki við mér fyrr en klukkan þrjú! Þá var ég búin að sofa eins og rotuð í fimm tíma, eftir að hafa verið vakandi í einn og hálfan.

Nú er ég búin að vera vakandi í klukkutíma og held það sé kominn tími til að leggja sig.

Vorkennið mér:)

9 ummæli:

didda sagði...

Vorkenn ;)

Regnhlif sagði...

takk:)

Nafnlaus sagði...

Æ æ, angaskinnið litla.
Ella

Fríða sagði...

Þetta er mj slæmt sé ég og heyri á öllu.. meðal annars á því sem þú skrifar. Þetta er bara ekki hægt. Nei

siggaligg sagði...

ég held þú sért veik væna mín.

Regnhlif sagði...

Takk fyrir vorkennið.

Held ég sé öll að koma til. Þó ég geti ekki sofið fyrir hósta

Nafnlaus sagði...

Brjáluð samúð. Hrund er líka veik. Brjáluð samúð með henni líka.

Ég held bara að ég sakni þín. Þegar þú ert orðin frísk viltu þá ekki hitta mig svo við getum talað um allt það sem við þurfum að tala um.

dr

ps. Já, og svo minni ég þig aftur á vinnufjölskylduhittinng. Held við höfum verið að tala um næstu helgi eða helgina þar á eftir en þar sem við Gyða komumst ekki á laugardaginn væri það betra 8. nóv. (helgin þar á eftir er líka möguleiki en svo fer það alveg að verða og seint fyrir mig þú veist.)

Koss á þig

Nafnlaus sagði...

Hitting. Ekki hittinng.

dr

Regnhlif sagði...

jú, við þurfum endilega að tala...:)!

var að senda póst um fjölskylduhitting