miðvikudagur, nóvember 05, 2008

849. góðar fréttir

Júhú. Frumubreytingarnar sem fundust í leghálsinum hjá mér virðast hafa gengið til baka sjálfkrafa. Wúhú. Má vera þakklát fyrir það.

Skrifa þetta bara hérna því að maður gleymir oft að vera ánægður þegar maður er heppinn, og vælir svo yfir því að maður sé alltaf svo óheppinn.

Stelpur mínar: ekki trassa að fara í leghálsstrok ef þið fáið bréf um það. Þessar frumubreytingar eru fáránlega algengar, a.m.k. þekki ég ótrúlega margar stelpur sem hafa fengið svoleiðis og sumar hafa þurft að fara í keiluskurð eða hvað sem þetta nú heitir. Og þetta strok er alveg fáránlega lítið mál. Tekur svona 2 mínútur í mesta lagi.

Samt, þegar ég fór um daginn þá var bæði læknirinn og hjúkrunarfræðingurinn stelpur á aldur við mig.Reyndar fannst mér læknirinn svo unglegur að kannski var þetta bara læknanemi. En þetta setti mig alveg út af laginu, þær voru ósköp indælar og allt það, en mér fannst miklu verra að þurfa að, jah, sýna mitt heilagasta fyrir framan einhverjar gellur sem ég býst alveg eins við að rekast á á djamminu, heldur en einhvern einhvern miðaldra karlkyns lækni.

OK. Veit að þetta er full opinskátt fyrir blogg en ég er nú bara þeirrar skoðunar að svona hlutir eigi ekki að vera tabú.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með góðu fréttirnar.

Og sammála þér um að þetta er allt of mikið tabú og það þarf að breyta því!

Bestu kveðjur
að norðan
Þorbjörg frænka

Regnhlif sagði...

takk
og gott að þú ert sammála:)

Nafnlaus sagði...

Algjörlega sammála, skil ekki af hverju þetta þarf að vera svona mikið tabú.

Eða bara nöfn yfir kynfæri, fólk segir 'typpi' hægri vinstri en getur ekki komið 'píka' út úr sér án þess að roðna og stama (ekki allir auðvitað). Ætli Rakel sé ekki eina barnið á leikskólanum sem segir píka og fólki þyki við Hrund bara dónakellingar. En mér er sama. Rétt skal vera rétt.

Og áfram leghálsstrok!!! Ég var með frumubreytingar fyrir tveimur árum og þurfti að gangast undir svæfingu þar sem sýni var tekið og sent í ræktun. Sem betur fer ekkert illkynja en hef verið í reglubundnu eftirliti síðan. Fór í síðasta tékkið núna í sumar og allt farið! Núna get ég bara farið á tveggja ára fresti eins og annað fólk.

Sjáumst á laugardaginn

knús, dr

María Margrét sagði...

Til hamingju með góðu fréttirnar! Getur maður svo ekki farið að bólusetja sig? spurði alla vega hjúkkuna á krabbó um það og hún sagði mér að tala við heimilislækninn en ég á bara eftir að gera það...það er alla vega sniðugt að tékka á því og fara líka í bólusetningu ef það er í boði :)

Regnhlif sagði...

Ég vil bólusetningu!! En einhverra hluta vegna hélt ég að þetta þyrfti að gerast þegar maður væri yngri. En það er sjálfsagt bara vitleysa.