852.færsla.
Sjett. Ég held að tíminn hafi aldrei flogið eins hratt og á þessari önn. Bara þrjár kennsluvikur eftir. Þetta er alveg hreint fáránlegt. Ég er bara að kenna eitt námskeið (tveimur bekkjum reyndar)en hef að öðru leyti frjálsar hendur (sem áttu að vera að skrifa ritgerð, en hafa ekki gert handtak) og þetta námskeið endar á munnlegu prófi sem verður síðasta kennsludag. Í lok nóvember sem sagt. Og munnleg próf eru þess eðlis að maður verður bara að gefa einkunn strax, getur ekkert verið að draga það að fara yfir prófið og þar af leiðandi er maður laus við þetta strax. Þannig að í desember mun ég hafa aalveg frjálsar hendur til að vinna í ritgerðinni. Það er nú gott. Þá get ég kannski náð alveg fullum vinnudegi eða því sem næst og svo jólastússast með góðri samvisku eftir það. Flott bara.
Jólajólajólajólajólajólajólajól jól. Ég hlakka svo til þeirra. Ég ætla aldrei að hætta að vera jólabarn. Oh ég hlakka svo til að pakka inn!
3 ummæli:
úff... sammála!! Hvert hafa þessir mánuðir flogið eiginlega? Skil ekkert í þessu...
Flogið burt á vængjum áfengis kannski?
Já, ég er með áfengi á heilanum ...
dr
Já ég er sammála þér með hvað tíminn hefur flogið á þessari önn, ótrúlegt hvað það eru komnar margar vikur síðan önnin byrjaði og skuggalega lítið eftir.
Þú ert heppin að fá svona góðan desember, getur notað tímann í ritgerðina og svo jólin eins og þú vilt.
En það eru ekki nema 30 dagar í próflok hjá mér svo fer ég í frí, vonandi fram yfir áramót ;)
Bestu kveðjur frá Akureyri
Þorbjörg
Skrifa ummæli