855. sól úti, sól inni
Ekki dugar að vera ennþá "þónokkuð leið yfir ástandinu", sérstaklega þegar Anton hefur auglýst það á ekki ómerkilegri degi en degi íslenskrar tungu í mjög merkilegum fyrirlestri um íslenska beygingarstóriðnaðinn tilkomandi að "ég [sé] kannski ekki eins og fólk er flest, en kreppan [fylli] mig bjartsýni". Býst fyllilega við mjög auknum fjölda lesenda á næstu dögum svo ég verð að standa undir nafni sem eitthvers konar bjartsýnisfrík í skammdeginu.
Kannski hefði ég frekar átt að segja að kreppan fyllti mig geðhvarfasýki. Bjartsýn einn daginn og þónokkuð leið annan. Spurning um að stilla samt bara normið á bjartsýnina. Enda engin leið nema upp af botninum. Bara spurning hversu djúpur þessi botn er
sól í hjarta, sól í sinni
sól bara sól
4 ummæli:
Æ, ég algjör slúbbert að mæta ekki. Var bara mjög svo þunn og mjög svo að sinna fjölskyldunni.
En ég tók að mér að lesa ljóð á upplestrarkvöldi næsta föstudag þrátt fyrir að fá kvíðakast bara yfir því að hugsa um það. Bæði hef ég gott af því og svo skulda ég Mími það.
Ekki svo slæm geðhvarfasýki sem þú ert með ...
knús á þig og takk fyrir síðast,dr
Mæli með bjartsýninni, lífið er miklu skemmtilegra svoleiðis.
hehe... alveg var það stórskemmtilegt þegar Anton tók þig fyrir í múrmelmálfræðifyrirlestrinum sínum "..Hún Hlíf, sem situr einmitt þarna" :) En já, að skiptast á skin og skúrir í skapinu þessa dagana. Annað verður ekki sagt í þessu "ástandi"
Gyða
hehe... alveg var það stórskemmtilegt þegar Anton tók þig fyrir í múrmelmálfræðifyrirlestrinum sínum "..Hún Hlíf, sem situr einmitt þarna" :) En já, að skiptast á skin og skúrir í skapinu þessa dagana. Annað verður ekki sagt í þessu "ástandi"
Gyða
Skrifa ummæli