861.færsla.fallandi
Verður facebook íslenska fallkerfinu að falli?
Hversu oft er nóg að lesa "Anna langar í ís", "Anna finnst gaman í sundi".... o.s.frv. til að fara að finnast nefnifall eðlilegt með aukfallsfrumlagssögnum?
Ég held við þurfum að stofna þrýstihóp á facebook.
Við viljum geta breytt fallinu á nafninu okkar í statusnum!!
20 ummæli:
Ó, þú ert svo vís og fróð. Styð þetta heilshugar.
Helga
Alveg sammála. Valdís finnst þetta ómögulegt...
Þetta er focking stórhættulegt helvíti. Hef alltaf sagt það.
dr
heyrðu, stofnum grúppu með þessari kröfu!
já, og það er ekki bara statusinn! íslenska þýðingin á facebook er öll í skralli, fallalega séð. ferlegt alveg.
Gyða
ánægð með undirtektirnar.
Hef þó pínulitlar áhyggjur af því að þeir sem kommentuðu eru allir úr íslenskunni. Er öllum öðrum sama um íslenska fallakerfið?
og að þessu sögðu: mikið hef ég kynnst mörgum í íslenskunni.
Og ég reyni alltaf að setja eitthvað sem passar við þetta nefnifall, eins og t.d. ef mig langar í ís, þá segi ég: Arnfríður er haldin ísþörf :) Hahaha, nei, kannski ekki reyndar. Ég held ég myndi ekki segja neitt um það. Segi bara hvað ég er. Í nefnifalli. Gmail er annars líka alveg ferlegt, þar getur staðið eitthvað svona: til Anna, mín, Gunnar... Þá fyndist mér nú betra að hafa mig í nefnifalli eins og alla hina. Meiri stíll yfir því.
Asnalegt bara. Vissi að það væri alveg ástæðulaust fyrir mig að reyna að setja mig inn í þetta feisbúkkdót. Já og mitt íslenskunám er að langmestu leiti úr foreldrahúsum.
ella
Mig pirrar alveg hrikalega undan þessu fallavandamáli í Feisbúkk. Það er þó skárra en ekkert að Anton getur bæði staðið í nf. og þf. þannig að ég get notað þolfallsfrumlagssagnir á Feisbúkk. Þú ert reyndar frekar vel sett með Hlíf líka. Skelfilegt örugglega að heita Helga, Díana eða Gyða á Feisbúkk, og hryllingur að heita Sigga, úff. Sigga langar í ís (hvaða Siggi er það?). Ég skrái mig í þrýstihópinn.
Anton
Greyin Siggurnar :)
ella
Úff, þetta er alveg hörmulega pirrandi. Ég er alltaf með alls kyns útúrsnúninga til að þurfa ekki að fallbeygja vitlaust. Styð stofnun þrýstihóps.
ég hugsa þetta meira sem svona undirfyrirsögn. (fyrirsögn eða hvað, ég er ekki í íslensku, þið verðið bara að skilja mig)
S.s. aðalfyrirsögnin, hanna rún og svo undir, langar í ís.
Meira núna samt, hanna rún langar að það sé komið jólafrí !!!
en ég tek undir að það væri geggjað ef facebookin gæti fallbeygt.
Aftur á móti, hvort sem það er jákvætt eða ekki, gæti Facebook læknað aukafallssjúka af þolfalls- og þágufallsnotkun með sögnunum hlakka og kvíða:
Einar Freyr hlakkar til jólanna en kvíðir jólagjafainnkaupum.
Facebook gæti svo stundum valdið misskilningi:
Einar Freyr verður seldur bíll á morgun.
EFS
Sorrí, ... en kvíðir ... segir ekki neitt um fallið (sbr. ég hlakka til jólanna en kvíðir innkaupunum) en þið skiljið :)
Haha, mig langar að sjá facebook á íslensku! Mér er bara boðið að þýða hana yfir á eitthvað sem þeir kalla "English (UK)" og hef ekki enn þorað að smella á þýðingarhnappinn!
Statusinn var náttúrulega upphaflega ætlaður fyrir yfirlýsingar í nefnifalli, sbr "is" (sem var lengi vel ekki hægt að stroka út)...
svona fyrst við erum að ræða facebook, þá sá ég í dag að þar segir:
þú og xxx hafið 16 sameiginlega vini.
Þið íslenskufræðingar, ætti það ekki að vera eigið 16 sameiginlega vini?
Kannski komið atvinnutækifæri fyrir einhvern íslenskufræðinginn, að fara í þetta mál allt saman:)
hansa
omg mig vantar pening. Hvað ætli feisbúkk vilji borga manni fyrir málfarsyfirferð á íslenskunni?.
Lausnin á þessu er náttúrulega að gefa íslenskuna upp á bátinn á facebook og nota frekar english (pirate)!
Miklu skemmtilegra að fá "Grog Fest" boð en "Event invitation".
Tala nú ekki um að vera "hooked" í staðinn fyrir "in a relationship" eða "marooned" fyrir "single" :D
hehe, já, ætli það sé ekki betra að hafa þetta á sjórænsku heldur en óíslensku.
Skrifa ummæli