miðvikudagur, desember 17, 2008

863.færsla.j-ÓÓ-laundirbúningur

sjeett. Var í verslunarmiðstöðvum frá því klukkan 12 til rúmlega hálf sjö í dag. Fyrst í eigin erindagjörðum og svo að hjálpa elskulegustu móður minni. Árangurinn var góður. En það er samt gjörsamlega allur vindur úr mér. Og margar gjafir sem ég ætlaði að búa til ekki tilbúnar. Og ég er ekki búin að skrifa jólakortin sem ég er búin að föndra. Er farin að efast um að ég geri það, þó að mig langi. Jæja. Svona er lífið. Maður getur ekki alltaf gert allt og ég hef sko ekkert verið að slóra. Er bara á fullu sko eiginlega. Oh. það er svo mikið drasl hérna. Svo mikið af fötum út um allt. Svo mikið af pokum með jóleríi í.

Verð samt að segja að ég er búin að kaupa flest það sem ég þarf að kaupa. Svo verður bara að koma í ljós hvort ég næ að búa til allt það sem ég ætlaði að búa til, annars verð ég bara að fara í búðir á síðustu stundu og kaupa þær gjafir sem ekki verða tilbúnar. Jæja. Nú ætla ég að gera lista og borða kvöldmat.

P.s sá Pál Óskar í dag.

9 ummæli:

Sigurrós sagði...

OMG! öfund! En gerðu bara eins og ég og segðu "gjöfin kemur seinna..." þ.e. þessi heimatilbúna.

Nafnlaus sagði...

Ég sá 60-70 unglinga í einu og þeir voru allir að fara inn í strætó í einu. Minn strætó sem átti að skila mér í próf og gerði það en korteri of seint af því að þessu unglingahjörð gat ekki pípað sér inn í strætó. Svo bilaði hurð og strætó þurfti að stoppa á Hlemmi og bílstjórinn skoðaði hana vel og vandlega á meðan ég horfði á klukkuna á símanum sem sagði mér að prófið mitt væri byrjað og ég væri ekki á staðnum til að taka.

Strætó var 40 mín. á leiðinni en ekki tæpar 16-20 eins og venjulega. Ég hugsaði mjög hlýtt til strætó á þessari stundu.

Ég var í mjög góðu skapi þegar ég loksins komst í prófið.

Jájájájá

dr

Nafnlaus sagði...

Gerði merka uppgötvun í dag: Jólin eru í næstu viku. Í dag er 18. desember.

Hélt einhverra hluta vegna að ég hefði svona tvær vikur til stefnu, að minnsta kosti.

Það er ástæða fyrir því að ég er í hugvísindum en ekki stærðfræði.

Helga

Nafnlaus sagði...

Gerði merka uppgötvun í dag: Jólin eru í næstu viku. Í dag er 18. desember.

Hélt einhverra hluta vegna að ég hefði svona tvær vikur til stefnu, að minnsta kosti.

Það er ástæða fyrir því að ég er í hugvísindum en ekki stærðfræði.

Helga

Nafnlaus sagði...

Ég sé Pál Óskar oft í viku! Hann býr í næsta húsi við pabba :) já Hlíf, þú mátt koma í heimsókn ;) ;)

Gyða

Regnhlif sagði...

já, Sigurrós, en þá kemur gjöfin aldrei (ekki bara seinn) og það vil ég ekki:)

drr: omg ég hefði farið að grenja úr gremju og ekki mætt í prófið yfir höfuð.

já, ég veit Helga, þetta er svakalegt. Ég held alltaf að það séu svona 7-8 vikur í desember.

en Gyða, þá verð ég að koma í heimsókn til pabba þíns... uu.

Nafnlaus sagði...

Ég sá Palla líka í gær OG í dag!
Ég vil sjá Palla á laugardaginn :(

Nafnlaus sagði...

Er ekki miklu fyrirhafnarminna að eiga mynd af umræddum Palla?

Fríða sagði...

Gleðilegt ár Hlíf mín, er ekki kominn tími á blogg?