865.færsla. klukk
Sá þennan klukkleik hjá Fríðu frænku og þar sem ég er föndursjúk þá get ég náttúrulega ekki annað en verið með í þessu. Er samt svolítið hrædd um að engir þrír kommenti hér:) En hvað um það. Hér er etta:
„Ég lofa að senda fína heimatilbúna gjöf til fyrstu þriggja sem skrifa athugasemd hér við þessa færslu, og sem vilja vera með í senda gjafir af stað.
Ég veit ekki ennþá hvað gjöfin verður og ég get ekki lofað þér að þú fáir hana á morgun eða í næstu viku, en þú færð hana áður er það eru liðnir 365 dagar - því lofa ég!
Það eina sem ég bið þig um að gera í staðinn, er að þú sendir sjálf(ur) 3 gjafir af stað við að lofa því sama á þínu bloggi.“
Þori samt ekki alveg að lofa að þetta verði mjög fín heimatilbúin gjöf.
6 ummæli:
Verður maður ekki að vera með svona í þakklætisskyni fyrir þessar frábæru pizzur sem þú bakaðir og bauðst upp á á sunnudagskvöldið.
Takk fyrir að bjóða mér í heimsókn og núna verð ég að standa mig í klukkleiknum.
Bestu kveðjur
Þorbjörg frænka ;)
hvað ef maður á ekki blogg sjálfur getur maður samt verið með?
þú getur náttla birt þetta á feisbúkk:):)
Þarna vantar eitt "að" ég rak ekki augun í það fyrr en í afriti á eftir mér.
híhí. Ekki tók ég eftir því heldur. Þetta hlýtur þá að vera svona líka hjá Fríðu, nema ég hafi óvart strokað þetta út.
Mjög flott hjá þér Hlíf. Ég mætti á Hugvísindaþingið og hafði mjög gaman af. Þú fluttir áhugavert erindi.. ég er stolt af þér!
Skrifa ummæli