867.færsla. prjónannáll
Eða reyndar, ekki beint annáll... meira svona nóvember-desemberáll því að ég prjónaði þetta allt í nóv-des, þó að ég hafi reyndar verið byrjuð á einhverjum hlutum snemma í okt (fyrir kreppu meira að segja).
Olnbogalangar grifflur sem Ausan mín fékk:
Grifflur sem Helga mágkona fékk:
Húfa sem Salka frænka fékk:
Húfa og grifflur sem Anna sys fékk:
Kittý húfa og músavettlingar sem Magga litla fékk:
Vasapeli í lopapeysu sem Bói mágur fékk:
Húfa sem Eyfi bró fékk og vettlingar sem Eysteinn sonur hans fékk:
Ég með strokkinn sem Ása fékk:
Ég með húfuna sem Guðrún mágkona fékk:
Auk þess prjónaði ég þrjár grænar húfur fyrir frænkur og Þóru vinkonu og svarta húfu fyrir Adda bró. Þær húfur verða ekki sýndar á einstaklingsmyndum en sjást hér á mynd af öllu heila klabbinu:
Líkt og með akademíska annálinn þá er ég bara andskoti ánægð með þetta. Sérstaklega í ljósi þess að ég hef næstum ekkert prjónað síðan í grunnskóla (hm, 11 og hálft ár!) ef frá er talinn (einn!) stakur vettlingur og hálfur trefill.
12 ummæli:
Þetta er sko fínt! Alltsaman.
Þú ert algjör snillingur. Hauskúpuvettlingarnir og Hello kitty húfan eru mega töff!
Mér líst afar vel á þetta. Hitti sumar af þessum flíkum í eigin persónu um daginn.
Húfan mín er æði by the way og kom ser MJÖG vel í 14 stiga frostinu í vikunni
Snóra
Almáttugur Hlíf. Ég verð að gefa þér medalíu eða eitthvað. Þetta er rosalegt. Vá. Og aftur vá.
dr
ógjó flott! Tekurðu við pöntunum? Gerður ;)
Dugnaðurinn!! Og ég náði ekki að klára neitt fyrir jól.. ég ætla sko að taka þig til fyrirmynda fyrir næstu jól! En þetta er allt ógó flott hjá þér :)
Æ, takk allar. Þetta var nú meiri montfærslan hjá mér:)
En jájá, Gebbó, ég tek alveg við pöntunum.
Gott þú getur notað húfuna Þóra mín:)
Sigurrós: Þetta var sko megapúl hjá mér. Ég hefði ekki náð að klára neitt ef ég ætti lítinn snáða eins og þú sem þarf að sinna plús það að vera í námi. Ég kláraði síðustu húfuna kl. ca. 2 aðfararnótt Þorláksmessu, og náði ekki að prjóna allt sem ég hafði ætlað mér. En þetta var sko slatti, finnst mér. Ég er líka frekar lengi að prjóna, eins og að öllu öðru:)
Vá, hvað þú ert hæfileikarík! Ég hefði betur skráð mig í föndrið hér að neðan :) Hefði bara ekki getað sent neitt flott sjálf.
váááá! Þú ert rosaleg Hlíf! Ef ég ætti hatt tæki ég hann ofan fyrir þér :)
Gyða
VIrkilega flott allt, þú ert hugmyndarík:) Þakka kærlega fyrir minn stakk, þetta er ekta ég, ótrúlega fallegir gullþræðir.
Áfram pjróna- Hlíf!
Jidúddamía þetta er sko geggjað og rosaleg afköst...snedó að taka mynd af heila klabbinu í lokin.
Rosalega fallegir litir í þessu öllu öfunda systur þína sérstaklega af sínu góssi ;)
Skrifa ummæli