föstudagur, janúar 16, 2009

868.færsla.útsperru harðsvar

Guð minn almáttugur. Sjæse. Ég er með svo-o-o miklar harðsperrur. Get ekki hreyft mig sko. Held það geti haft eitthvað að segja með þessar 130 armbeygjur sem við vorum látin gera í hádegispúli í Baðhúsinu í gær. Held reyndar að ég hafi bara gert svona sjö armbeygjur, en setti mig þó í stellingar fyrir hinar 123 og skipaði vöðvunum að hreyfast en þeir högguðust ekki. Mikið er ég í góðu formi. Ekki.

Omg. Er að fara í sal að horfa á Útsvar í kvöld. Sem er uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn. Með íslenskunni sko. Vísó í RÚV og endar í sjónvarpssal. En við fáum víst ekki áfengi. Ekki eins og þegar við Ása fórum að horfa á popppunkt og vorum bara orðnar fullar. Klukkan þrjú um dag eða eitthvað. En eníveis, Kópavogur! er að fara að keppa. Sjitt á ég eftir að verða æst eða á ég eftir að verða æst? Það er samt bókað mál að ég verð ekki jafn æst og þegar ég horfði á Bóa mág minn keppa í meistaranum og vinna glæsilega. Þá var ég æst.

Þið verðið að gá hvort þið sjáið mig í sjónvarpinu:)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er mikið réttnefni á þessum þætti þar sem mitt svar þegar hann byrjar er yfirleitt að fara út...

Nafnlaus sagði...

Hehe nú já, þá verð ég að horfa á þáttinn. Hef annars aldrei séð þá...

Nafnlaus sagði...

Ég sé þig. Þú ert alltaf jafn glæsileg.

Alma sagði...

Ég var nú reyndar búin að kommenta um það hvað þú værir heppin að fara í salinn og horfa á uppáhaldsþáttinn minn. Vildi bara bæta við að ég sá þig og þú klappaðir flottast allra áhorfenda :)

Nafnlaus sagði...

Þetta eru frábærir þættir. Ég horfði bara í tölvunni í gærkvöldi þegar ég kom af fundi og fattaði ekkert að þú værir á svæðinu, myndin óskýr sko, verð bara að horfa í sjónvarpinu á eftir og dást að þér klappa.