sunnudagur, janúar 18, 2009

869.færsla. rúv

Æ, það var rosagaman í kynnisferðinni upp í rúv. Eins og sést á þessari mynd:


Við erum svo innilega glöð eitthvað:) Við vorum líka pínu stressuð af því að þetta var svona fimm mínútur í fréttir, en sjónvarpsfólkið var alveg rólegt þó að 10 íslenskunemar væru í myndatökum í stúdíóinu. (mynd stolið frá Eyrúnu...)

Það var líka gaman að horfa á útsvarið þó að keppnin hefði mátt vera meira spennandi. Ég sást alveg í sjónvarpinu ef maður horfði vel, en sem betur fer sást ég ekki eins mikið og ég hélt, því að ég sat (ekki að eigin vali) aaaalveg við hliðina á Þóru spyrli.

Svo var líka gaman eftir þetta þegar við fórum heim til Eyrúnar (sko, yngri, ruglandi hvað það eru alltaf sömu nöfnin í íslenskunni) í leik (samskonar og vinnunördagrúppan fór í heima hjá Eyrúnu eldri í gamla daga). Ég veit ekki af hverju, en öllum fannst ég rosalega æst. Það er eins og ég haldi að ef ég öskri þá verði fólk fljótara að fatta um hvern ég er að tala. Undarlegt.

Svo fór ég í gær að sjá Sólskinsdrengin. Ótrúlega áhugaverð mynd. Mæli með henni.

Og svo fór ég að hitta Ausu í öl. Fljótlega bættist einn skemmtilegur bandaríkjamaður í hópinn og síðan Atli úr Hjalló. Þá fórum við á óformlegt sameiginlegt reunion Hjalló og Digró sem eru akkúrat skólarnir sem ég gekk í (þetta eru sem sagt tveir grunnskólar í Kópavogi sem eru bara í nokkurra mínútna fjarlægð hvor frá öðrum). Ég var nú ekki spennt fyrir því að fara, en þegar til kom fannst mér bara helv gaman að mæta. Sérstaklega að hitta fólk sem var vinir mínir á fyrstu árum grunnskólans, en ég hef ekki haft samskipti við síðan. En já, þetta var á English Pub og þar rakst ég á alls konar fólk sem ég hef ekki séð lengi. Já, og Ása kom og hitti okkur og Hrannar og svo ultu Erla og Jónsi líka þangað inn. Mjög skemmtilegt kvöld allt saman. Já og helgin í heild sinni, þó að ég sé kannski ekki hressasta manneskja í heimi í dag. Gleymdi meira að segja að ég ætlaði að mæta á palestínufund í háskólabíói í dag. Samt var ég nú bara mjög hófleg í áfengisdrykkju bæði kvöldin eiginlega. Ætli hið ótrúlega sé að gerast og ég sé farin að þroskast? Spurning.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það var ýkt fyndið í skólanum í dag þegar ég var að spjalla við Sigrúnu og hún spurði mig hvort ég hefði séð þig í útsvari um daginn "uu... já, ég sat fyrir framan hana!" hehe :) Þetta er skemmtileg mynd af okkur myndarlega fólkinu tekin svona rétt fyrir fréttir..!
-Gyða

Regnhlif sagði...

haha, fyndið:)