þriðjudagur, janúar 27, 2009

876.færsla.blogg

Ég er svona að spá hvort það sé séns að ég fái undanþágu til þess að skrifa M.A.-ritgerðina á bloggformi. Virðist vera eini vettvangurinn þar sem ég get skrifað eitthvað að ráði. Sé þetta fyrir mér þannig að ég myndi skrifa tvíþætt blogg. Annars vegar væri svona umfjöllun um efnið á léttan og skemmtilegan hátt, gæti sýnt skemmtileg dæmi og jafnvel velt upp spurningum sem lesendur gætu svarað í kommentum. Hins vegar væri aðeins formlegri fræðilegur hluti þar sem ég myndi vísa í heimildir og slíkt. Þessi seinni partur ætti því að gagnast öðrum fræðimönnum sem vildu vísa í mig skiljiði, en væri kannski fremur tyrfinn fyrir hinn „fróðleiksfúsa almenning“. Gallinn sem ég sé er sá að ég er ekki viss um að margir óinnvígðir í heim málfræðinnar myndu nenna að lesa „léttar og skemmtilegar bloggfærslur um málfræði“, en mér finnst þessi hluti eiginlega áhugaverðari en fræðilegi hlutinn verð ég að segja. Hm. Kannski gæti ég bara platað málfræðina ofan í almenning með því að byrja færslurnar á drykkjusögum eða einhverju krassandi.

Og væri það ekki bara nokkuð gott að hafa þetta svona aðgengilegt á netinu? Já og aðgengilegt í öðrum skilningi, því að þetta gæti gert fleira fólki kleift að skilja efnið (hugsanlega) og jafnframt væri þetta aðgengilegt fyrir mig að skrifa, bara lítið afmarkað atriði í hverri færslu.

Ef ég gæti bara fengið að blogga og prjóna allan daginn, já og lesa blogg annarra, þá væri ég sæl.

Sjitt, ég er allt í einu rosa svöng.

5 ummæli:

Fríða sagði...

hahaha :) það er einmitt það sem ég geri þegar ég er bara að gera það sem mér sýnist. Lesa blogg, blogga og prjóna :)

Ásta & allir sagði...

ómægod það er geðveik hugmynd. Langar líka að blogga upp ritgerðina mína. Linka bara í heimildir og setja fullt af myndum.

í staðinn blogga ég ekkert. Vildi óska að það þýddi að ég skrifaði geðveikt mikið og hratt í ritgerðinni...

Regnhlif sagði...

já, Ásta pældu hvað það væri þægilegt fyrir lesendur að maður gæti bara haft linka á heimildir sem eru á netinu, þá bara gætu þeir klikkað á linkinn en þyrftu ekki að vera að hafa neitt fyrir því að hafa upp á heimildinni.

Svo hefði maður endalaust pláss fyrir ítarefni og viðauka...

Fríða sagði...

Nú ætla ég að blogga með heimildum :)

Regnhlif sagði...

:)