miðvikudagur, febrúar 04, 2009

878.færsla.bragð er að

Rosalega er undarlegt bragð af eplinu mínu. Svona eitthvað kryddbragð. Nei. Nú er það farið. Rosalega hugsa ég og tala mikið um mat. Gengur ekki.

Biggest loser er uppáhaldsþátturinn minn. Horfi á hann andaktug og hleyp svo beint eftir þáttinn inn í tölvuherbergi til Einars og segi honum frá því markverðasta sem gerðist. Hef látið mig dreyma um að vera þátttakandi í þættinum en átta mig fljótt á því að þá þyrfti ég að vera svolítið mikið feitari en ég núna, og það vil ég náttúrulega ekki sko. Væri samt til í að fara í svona megrunarkeppni í svona megrunarbúðum. Þar sem allir væru feitir og það væri svona einkaþjálfari að skipa manni að hreyfa sig og borða hollt. Og þetta væri keppni. Mjög mikilvægt fyrir mig því að ég er svo mikil keppnismanneskja.

Það eina slæma við biggest lúser er samt að fólk skuli vera sent í burtu. Þarf það? Ég meina, af hverju fá ekki bara allir að vera allan tímann og sá sem léttist mest hlutfallslega eða eitthvað vinnur. Samt í síðustu seríu þá fannst mér sumir næstum því orðnir of mjóir í úrslitaþættinum. Samt bara sumir sko. Sumir höfðu fitnað frá því að þeir fóru frá búgarðinum.

Talandi um raunveruleikaþætti. Alltaf ætla ég að hætta að horfa á top model þættina en ég enda alltaf á því að horfa á þá alla. ANTM er nú í lagi en allt hitt er eitthvað svo mikið krapp. Og mér finnst allar stelpurnar í Britains nex top model svo miklar beyglur. Þær eru svo eitthvað... vitlausar sumar og leiðinlegar hinar og ekkert svo fríðar. Reyndar finnst mér oft fríðustu ekki endilega vera bestu módelin.

Svo finnst mér líka Top Design rosa skemmtó. Minnir mann slightly á Project Runway, sem ég sakna ennþá. Æ ég væri til í að vera einhvers konar hönnuður. Mér finnst fólkið í þessum þáttum oft svo ótrúlega sniðugt. Þó að stundum geri það eitthvað fáránlega ljótt. Skil stundum ekki litaval annars fólks. Í mínum huga er það alveg klárt hvaða litir passa saman en annað fólk er greinilega ekki sammála mér.

Boðskapur dagsins: Horfa minna á raunveruleikasjónvarp. Samt ekki Biggest Loser. Ætla alltaf að horfa á það.

17 ummæli:

Fríða sagði...

hahah Hlíf, að þú skulir þora að skrifa svona um bragðskyn. Veistu ekki að nú hugsa allar konur að þú sért ólétt :)

Nafnlaus sagði...

Veeeeeeiiiii!!!! En gaman :) Ég skal passa! Hehehehehe :) Það mætti halda að við værum eitthvað skyldar, ég hugsa miiiiikið um mat, var að enda við að borða afgang af köku úr ammlinu um síðustu helgi og er að horfa á ANTM eða réttara sagt BNTM (klárlega eini raunveruleikaþátturinn sem hægt er að horfa á)...... Un beso, la vieja :)

Nafnlaus sagði...

...en ég er samt ekki ólétt :)

Regnhlif sagði...

Greyin mín. Ég er ekki ólétt!!

Hef alltaf af og til fundið undarlegt bragð af mat. T.d. svitabragð af bjór ... lýsisbragð af einhverjum drykk ... o.fl. o.fl.

Fríða sagði...

ohojjj. Finnurðu bara vond brögð þá? Það væri gaman að finna lakkrísbragð af lýsi :)

Nafnlaus sagði...

Sjitt hvað ég er sammála þér. Elksa BL og enda alltaf með því að horfa á horrenglurnar en þá bara gringurnar. Fíla ekkert svo mikið hönnunardæmið en samt. Sjitt.

Boðskapur dagsins: Hætta að vera stressuð, ekki hugsa um lús, ekki borða súkkulaði.

dr

Nafnlaus sagði...

"...og það væri svona einkaþjálfari að skipa manni að hreyfa sig og borða hollt."

Koddí bootcamp ;)

-Gyða

Regnhlif sagði...

Fríða: já, ef það eru svona aukabrögð af matnum þá eru þau yfirleitt vond (t.d. af núðlusúpunni um daginn var eitthvað svona þorrabragð, passaði ekki saman). Nema kryddbragðið af eplinu. Það var ekki svo slæmt.

Drr: las lúsasöguna. Úff. Er mj. hrædd við lýs. Hef samt aldrei fengið og aldrei lent í því að einhver á heimilinu mínu fái svoleiðis. Svo ég muni.

Gyða: bootcamp í mínum huga er eins og pynting. Og ég er ekki mikið í því að láta pynta mig sjálfviljug. En ef þetta væri keppni... og ég gæti unnið verðlaun, og ég þyrfti ekki að gera neitt annað... þá kannski.

Regnhlif sagði...

Fríða: já, ef það eru svona aukabrögð af matnum þá eru þau yfirleitt vond (t.d. af núðlusúpunni um daginn var eitthvað svona þorrabragð, passaði ekki saman). Nema kryddbragðið af eplinu. Það var ekki svo slæmt.

Drr: las lúsasöguna. Úff. Er mj. hrædd við lýs. Hef samt aldrei fengið og aldrei lent í því að einhver á heimilinu mínu fái svoleiðis. Svo ég muni.

Gyða: bootcamp í mínum huga er eins og pynting. Og ég er ekki mikið í því að láta pynta mig sjálfviljug. En ef þetta væri keppni... og ég gæti unnið verðlaun, og ég þyrfti ekki að gera neitt annað... þá kannski.

asa sagði...

Pyntingar eru hræðilegar, en það er víst það sem mjóa fólkið er í alla daga.

asa sagði...

Sjáðu bara hvað það er mikið pyntað í BIggest looser, allir grenjandi úr sársauka, en verður mjótt að lokum. já og með reglulegu heilsu fasista fæði líka, gleymdi að nefna það.

Regnhlif sagði...

Ása mín... ég held reyndar að mjóa fólkið sé ekkert allt í pyntingum alla daga (og þá er ég nú ekki að tala um boot camp, þeim sem hafa farið í það finnst það víst rosa skemmtó, ekki pynting), enda ef maður fitnar aldrei þá þarf maður ekkert að færa miklar fórnir til þess að verða grannur, bara að borða þokkalega skynsamlega og hreyfa sig hæfilega. Fæstir geta samt leyft sér að borða allt sem þá langar í og hreyfa sig ekkert ef þeir vilja halda sér grönnum.

Svo skil ég vel að biggest loser fólkið grenji. Allavega finnst mér ógjó erfitt að mæta í tíma í ræktinni, og get aldrei gert allt sem á að gera, og ég er þó bara með 10 kíló í yfirvigt (allt of mikið samt)... ekki kannski uppundir 100 kíló eins og sumir í BL. Það hlýtur bara að vera erfitt ganga á jafnsléttu með öll þessi aukakíló, hvað þá að hamast í líkamsrækt.

Jæja, þetta var nú langt komment

Nafnlaus sagði...

Ég held að ég sé með 17 kíló í yfirvigt. Væri samt líklega nokkuð fín ef 10 færu.

Nei, ég ætla ekki að byrjað að hugsa um þetta.

dr

asa sagði...

ég er bara bitur, og jú ég held að þetta sé svona Cliff. erfitt með nokkur aukakíló? jáhá! Kannski þurfa sumir bara að hafa minna fyrir þessum barningi en aðrir.

En áfraM ÁTAK!!

Nafnlaus sagði...

En datt þér ekkert Mjallhvít í hug þegar þú beizt í eplið? Beist leit svo asnalega út að ég mátti til að setja z.

Regnhlif sagði...

sammála með beist. Mér finnst alltaf vanta té í svona orð.

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki bráðum að verða búin að svæla í þig þessu epli?