sunnudagur, febrúar 15, 2009

881.færsla. euro

Ég verð að segja að ég er bara mjög sátt við lagið sem var vann undankeppnina í eurovision þetta árið. Þetta er ekki sú týpa af lagi sem ég fíla sjálf, en mér fannst þetta gott lag og virkilega vel gert. Laglínan mætti vera sterkari, en ég er reyndar ánægð með hvað það er látlaust. Held að það sé kannski í stíl við þjóðarandann þessa stundina:) Og svo get ég líka sagt það að ég fékk lagið á heilann eftir að ég heyrði það í fyrsta skipti og var sönglandi það lengi á eftir, þannig að ég held það sé sterkari en það virðist. Mér finnst svo sem ekkert líklegt að þetta lag muni fá mörg stig í keppninni úti, en vandi er um slíkt að spá eins og segir í kvæðinu. Já, ég er bara ánægð.

En hissa varð ég á úrslitunum. Ég var alveg viss um að Elektra með Got no love myndi vinna. Eina lagið sem var svolítið stuð í. En nei, kannski nennti fólk ekki að senda nákvæmlega sama pakkann út og í fyrra. Eða, þið vitið, mjög svipað. En að Ingó yrði í öðru sæti............. ég bara trúi því ekki. Næstum því skemmtilegt lag reyndar, en ekki nógu, og flutningurinn eiginlega hræðilegur, þó að hann væri mun skárri í gær heldur en í fyrstu lotunni.

Top 3 að mínu mati voru JG og Lygin ein (sem fékk stórann plús fyrir að vera öðruvísi) og Got no love. Rest ekki upp á marga fiska. Fyrir minn smekk.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú varst dugleg að fylgjast svona vel með! Ég hef ekki einu sinni heyrt sigurlagið, en frétti af því að söngkonan hefði verið full kerlingalega klædd - svona miðað við að hún er ekki orðin tvítug... Ég fór reyndar í Evróvisjón-partý - á Nasa - Páskar var sannarlega í stuði!

Nafnlaus sagði...

Jamm, þetta var frá la vieja...

Regnhlif sagði...

Já, get reyndar verið sammála því, hún leit út fyrir að vera miklu eldri en hún er.

Oh, var ekki gaman?

Nafnlaus sagði...

Ógó gaman! Er að hugsa um að gerast Palla-grúpppía (hvað eru mörg p í því??). Hvenær ætli næsta ball sé? Emm...ég meina svona fyrir fullorðna - hann er pottþétt að spila á e-u menntaskólaballi í vikunni :) Reyndar voru greinilega margir á menntaskólaaldri þarna, úr því einn gaur gaf sig á tal við eina okkar vinkvennanna, sagðist hafa verið orðinn svekktur yfir því að það væri enginn 30-something þarna inni - en varð svo rosa glaður þegar hann sá okkur!!!!! Þvílík móðgun :) Átti þetta kannski að vera hrós? Hélt hann að við værum kannski 40-something????

Bianca sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Regnhlif sagði...

Æ, þetta var ég að klúðra.

En ég sagði sem sagt: En Anna... þið eruð 30-something:) :)

Já, ég hef lengi verið Palla-grúpppía. Var alltaf að biðja hann um að spila meira júróvisjón í gamla daga á MR-böllum. Kannski þess vegna sem hann hefur ákveðið að snúa sér svona mikið að dj-un á eurovisjónböllum:)