888. færsla. árshátíðin
Það var mega gaman í gær. Maturinn fínn (sérstaklega forréttirnir... naamm, aðlaréttirnir... ekki svo góðir) og skemmtiatriðin mjög góð. Heiðursgesturinn hélt sérstaklega fyndna ræðu með ýmsum aukahlutum. Æ, bara ógjó vel heppnað allt saman. Svo var ball með ýmsum öðrum deildum. Til dæmis var Lora frænka þarna. Og díos mio hvað ég skemmti mér vel á dansgólfinu. Ég dansaði eins og hálfviti. Í alvörunni. Hreyfði alla skanka eins og ég fengi borgað fyrir það og var alveg sama hvernig ég leit út. Ég er að tala um að ég tók aktúally afró á dansgólfinu. Þetta var kannski ekki eina skiptið sem ég missti kúlið. Til dæmis byrjaði ég á því að hella yfir allt borðið okkar fordrykknum. Síðan lenti ég, mjög óheppilega, TVISVAR í því að rennilásinn á kjólnum mínum (sem nær niður eftir öllu bakinu) gliðnaði í sundur. Kjóllinn gapti því opinn í bakið og ég gat mig hvergi hrært. Sigrún var bjargvættur kvöldsins og náði í fyrra skiptið að laga rennilásinn, en í seinna skiptið sat allt pikkfast. Ég neyddist því til að fara heim og skipta! um kjól á miðri árshátíð (Sigrún kom mér aftur til bjargar og skutlaði mér heim (sem var reyndar mjög stutt, bara svona 7 mínútna gangur:)). Fæstir tóku eftir því að við Sigrún hyrfum þarna í 20 mín og urðu frekar hissa þegar ég var á undraverðan hátt skyndilega komin í annan kjól. Þetta var reyndar bara alveg ágætt, ég er nokkuð viss um að ég hefði ekki getað dansað afró í fyrri kjólnum. Sá seinni var nefnilega mun lausari og veitti mér miklu meira frelsi.
Fyrr um kvöldið hélt fólk líka, held ég, að ég væri ekki alveg með fulle femm. Ég var nefnilega ein af nokkrum árshátíðargestum sem fengu leynihlutverk. Mitt var að ég átti alltaf að vera að spyrja fólk út í hljómsveitina á ballinu, og átti alltaf að vera að ruglast á hljómsveitarnafninu (en hún heitir Hitakútur). Mér gekk ágætlega að koma mér í karakter og þráspurði fólk um þetta, en í leiðinni þá hljómaði ég náttúrulega eins og ég væri haugadrukkin. Æ, þetta var fyndið. Betra heldur en þegar ég fékk, í afmæli hjá Ástu, það hlutverk að vera alltaf að syngja hátt og falskt... þá tók enginn eftir því að ég væri neitt öðruvísi en vanalega:)
Já. Þetta var bara rooosa gaman. Þó að ég hafi kannski, hm, dansað of ansalega. Svona þegar ég fer að hugsa um það. Og ekki verið neitt sérstaklega pen. Enda er ég bara ekkert pen. Aldrei.
Nú er ég hætt.
7 ummæli:
Gaman að það var gaman!
Þú ert rosalega pen- ég man etir glæsimyndum af fallegustu stulkuunni í bláum kjól (menntaskóli)
DANSA AFRÓ ER SNILLD. haha íballkjól.
ef þetta væri facebook mynd i ég setja svona (I LIKE )
Misstir kúlið...? Var það í fordrykknum?
Tu ert yndisleg :)
Takk fyrir síðast, þetta var frábært kvöld! Kv. Helga Björg
ó svo gaman! Ég skemmti mér ekkert smá vel yfir hlutverkinu þínu, ýkt ánægð með hvað þú varst dugleg í því! Ekkert smá gaman á dansgólfinu, sérstaklega þegar við fórum og báðum nær óþekkta ballhljómsveitina um óskalagið "kaffi" Rosa svalar :D
-Gyða
Ég var alltaf að biðja hljómsveitina um óskalög (alltaf samt fyrir einhvern annan)... en fékk þau aldrei. Nema kaffi-lagið. Það var rosa svalt:)
Híhíhí :) Ég vil sjá myndir - náttúrulega helst í askjón: Dansandi afró, í fyrri kjólnum flaksandi í bakið, röflandi um hitakúta/-poka/-brúsa, hellandi fordrykknum yfir borðfélagana - allt í einu!!! STÖÖÖÐ!
Knús frá kjólakonunni :)
Skrifa ummæli