889. þoli ekki
Hm. Ætlaði að skrifa færslu um að ég þyldi ekki eitthvað, en svo bara get ég ekki munað hvað það var. Held það hafi eitthvað tengst netinu. Svo fór ég að hugsa um Moby Dick og þá gleymdi ég hvað ég ætlaði að segja. Já, ég er sko að lesa Moby Dick. Ekki gengur það hratt. Rosalega mikill orðaflaumur. Til dæmis eru nokkrir kaflar um eina messu sem sögupersónan fer í. Einn kaflinn heitir til dæmis "predikunarstóllinn". Vá, heill kafli um predikunarstólinn. Þeir eru ekki einu sinni farnir á sjó, sögupersónan sem ég man ekki hvað heitir í svipinn og mannætan vinur hans sem ég man hins vegar að heitir Quepog, nei, peeqouqe, nei, man það greinilega ekki heldur. Já, og ég er búin að vera að lesa í nokkra daga sko. Reyndar bara smá í einu. En ég ætlaði nú alls ekki að skrifa um Móbý Dick, heldur ætlaði ég að skrifa um eitthvað sem mér finnst óþolandi. En það er stolið úr mér. Og nú ætla ég að fá mér kaffi. Mmm.
2 ummæli:
blogg- bull- bækur -pirr,
er þetta nýi leikurinn í staðinn fyrir LOVE- COOL -MONEY- HAPPY??
hahahaha. Tökum þetta sem umferð tvö í drykkjuleiknum næst!
Skrifa ummæli