fimmtudagur, apríl 16, 2009

896.færsla. leiðinleg færsla

Það er nú leiðinlegt að hafa svikið lesendur bloggsins svona! Ég sem ætlaði einmitt að fara að blogga meira og skemmtilegra. En það vill bara svo til að það eru erfiðir tíma (þó ekki atvinnu þref)í lífi mínu í augnablikinu. Og mér dettur því ekkert í hug að skrifa nema neikvæðar og leiðinlegar færslur, sem ég hef engan áhuga á að deila með umheiminum. Þar að auki eru þessir erfiðleikar (sem ég ætla ekkert að fara nánar út í) orku-og tímafrekir. En jæja. Nóg um það.

Það var nóg að gera um páskana:) Á miðvikudaginn kíktu nokkrir vinir hans Einars og Ása í bjór og við fórum síðan niður í bæ.

Á skírdag grilluðum við Einar og Svava systir hans kom í mat og rauðvínsspjall.

Á föstudaginn langa fórum við Einar í góðan rúnt um Suðurnesin, keyrðum um vallarsvæðið (fyrsta skipti sem ég kem þangað, gerðist aldrei svo fræg að fara þangað á meðan herinn var hér), stóðum á brúnni milli heimsálfa og fórum að Reykjanesvita (haha svita) og þar. Enduðum svo í Bláa Lóninu sem mér finnst alltaf æðislegt. Þó að það sé náttúrulega rándýrt. Sem betur fer sko 2 fyrir 1 en jafnvel þannig allt of dýrt. Mjög góður dagur. Fórum svo í mat til foreldra Einars og foreldra mínir komu líka þangað.

Á laugardaginn var huggulegur brjönshhj hjá Önnu sys. Eftir það fórum við Einar, mamma, Anna og krakkar í sund og svo fengum við okkur borgara á stælnum. Held við Einar höfum glápt á videó um kvöldið.

Svo á páskadag þá borðuðum við páskaegg og fórum svo í mat til ma&pa klukkan tvö. Þar voru systkini og co. mínus Addi bró og hans lið. Þar voru líka amma Hlíf og Fríða frænka. Very good hamborgarahryggur yes. Svo um sjö ákváðum við að bruna til Kef og náðum fjölskyldunni hans Einars við matarborðið svo að við fengum aftur að borða þar. Hehe. Fórum svo til vinar hans Einars í bjór og spjall.

Á annan í páskum komu svo ma, pa, Anna, Magga Anna, Garðar Þorri og Siggi í mat til okkar Einars.

Og þá er það upptalið. Löng og leiðinleg upptalning. Það má alveg.

2 ummæli:

asa sagði...

Góðir dagar. En ef lífið er erfitt, má alltaf bjalla í mig :)

Þetta var skemmtileg upptalning

og JÚHÚ LOKSINS BLOGG

Fríða sagði...

Mér fannst þetta skemmtileg færsla, ég var nefnilega þar :)