þriðjudagur, maí 12, 2009

906. Undankeppni 1

Ok. Ég ætla að spá hvaða lög komast áfram. Verð að játa að ég er mjög óviss á þessu öllu saman. Finnst eiginlega erfitt að velja HEIL tíu lög áfram. Eins og alltaf á júróvisjóndegi er ég bara orðin ANSI bjartsýn á gengi Íslands:)

1. Tyrkland. Eiginlega eina lagið sem ég er viss um að komist áfram

2. Armenía. Er ansi ánægð með þetta lag

3. Sviss. Ekki frumlegt lag en mér finnst það fínt

4. Hvíta-Rússland. Ég veit ekki, finnnst þetta bara fínt

5. Búlgaría. Aldrei þessu vant finnst mér í þessu lagi virka að hafa óperusöng

6. Ísland! Vúhú!

7. Malta. Reyndar önnur ballaða, gæti farið svo að bara önnur þeirra komist upp, ekki gott að segja hvort það yrði þá Ísland eða Malta.

8. Bosnía og Hersegóvína. Ekkert brjálæðislega áberandi lag en nokkuð gott samt

9. Verð að segja að ég veit ekki hvaða tvö lög ég á að velja hér síðast, ég ætla að giska á Tékkland, grínlag, gæti virkað, veit það samt ekki

10. Rúmenía. Léttklædd stúlknasveit...

Held samt að það sé séns að frændur okkar Svíar og Finnar gætu komist áfram... er rosalega óviss um síðustu tvö lögin sko. Svo veit maður ekki alveg hvað gerist, pólitík og frændsemi getur haft sitt að segja.

Spennandi!! Hlakka til:)

p.s. ég var ekkert mikið að pæla í röðinni, held ekkert endilega að þetta verði svona.

2 ummæli:

Fríða sagði...

júróvisjónnörd :)

Regnhlif sagði...

já!:)