907. Já, áfram Ísland
Vúhú!!
Ég er rosa ánægð! Vá, hvað það var gaman að við skyldum komast áfram. Mér fannst þetta alveg afskaplega vel gert hjá Jóhönnu og þeim. Og það var líka gaman að heyra hvað salurinn var vinveittur. Fannst við alveg eiga það skilið að komast áfram. Var samt alveg á nálum þegar umslögin voru opnuð en það var ógjó gaman að heyra "Iceland, Iceland" þegar síðasta umslagið var eftir. Vúhú.
En já. Ég var nú ekkert sjúklega sannspá... sjö rétt af 10, en reyndar tvö í viðbót sem ég hafði svona í varasætum. Ég skipti reyndar svolítið um skoðun þegar ég heyrði lögin flutt á sviðinu. Hefði til dæmis gjarnan vilja henda út Búlgaríu (sem floppaði feitt) og taka inn í staðinn Portúgal, sem ég var ansi ánægð með. Sætt lag og sætir flytjendur. Sviss fannst mér alls ekki gott á sviðinu, svo að ég hefði viljað henda því út af listanum mínum. Svo bjóst ég reyndar ekki við að Malta kæmist í úrslit, þó að ég hafi spáð því áfram í síðustu færslu. Bjóst ALLS ALLS EKKI við því að Ísrael kæmist áfram!
Ég verð að segja að ég var nú ansi vonlítil þegar Svíþjóð, Rúmenía, Finnland, Malta og Ísrael! allt lög sem mér fannst frekar slöpp, voru komin áfram en ekki við... En það reddaðist í lokin:)
Var samt hissa á því að Hvíta-Rússland kæmist ekki áfram. En var ánægð með Armeníu og Portúgal. Og Ísland! Jeij! Og Bosníu Hersegóvínu líka.Og líka alveg sátt við Tyrkland.
Hlakka til á laugardaginn!
Líka á fimmtudaginn.
Uppdeit: var að skoða esctoday.com og lesa kommentin. Ég get sagt ykkur það að ekki eitt einasta komment segir eitthvað neikvætt um Ísland. Ótrúlega mörg hæla laginu. Jóhanna virðist hafa náð að heilla júróvisjónaaðdáendur upp úr skónum ... held að þetta megi skrifa á nær óaðfinnanlegan flutning. Margir af þeim sem kommentuðu voru að kvarta undan því að Andorra og Sviss hefðu ekki komist áfram. Þau voru nú bara ekki nógu góð fyrir minn smekk. Allavega ekki svissneski flutningurinn. Svo voru margir svo hissa á að Armenía hefði komist áfram - Mér sem finnst það einmitt eitt af bestu lögunum í keppninni held ég bara. Og mér finnst þær syngja rosalega vel. En svona er þetta nú bara. Fólk hefur misjafnan smekk. Haha, svo eru margir að kvarta undan kynnunum... en mér finnst það ómissandi hluti af júróvisjónsjarmanum að hafa lélega kynna! Og svo vil ég koma því á framfæri að mér fannst sviðið alveg rosalega flott.
Yfir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli