fimmtudagur, maí 14, 2009

908.færsla. Annar í júróvisjón



Jæja. Þá er komið að seinni undankeppninni.

Þessi lönd taka þátt:

1. Króatía: Balkanballaða. Nokkuð sætt bara. Svolítið væl samt. Veit ekki hvort þetta kemst upp úr undankeppninni.

2. Írland: Mjög svipað og Andorra í fyrri undankeppnni. Hljómar eins og unglingahljómsveit.

3. Lettland: Ógjó leiðinlegt. Sjitt. Oj. Óp.

4. Serbía: Nei.Eða jú kannski. Flott hár. Held að mér sé farið að finnast þetta fínt. Já, vinnur á.

5. Pólland: Ballaða. Ég held að þetta minni mig bara á Rússland í fyrra á köflum. Mér finnst þetta alveg sætt. En samt. Ekki spes.

6. Noregur: Nenni varla að tjá mig um Norge. Mér finnst ennþá eitthvað mjög asnalegt við lagið, og fíla alls ekki söngstílinn hans Alexanders. Samt alveg hresst og svona, ágætt. Sé ekki þennan svakalega sigurvegara sem allir sjá í þessu, en þetta á án efa eftir að ná langt.

7. Kýpur: Ef valið stendur á milli Kýpur og Póllands (ungar stelpur að syngja róleg lög), þá vel ég Kýpur óhikað. Mér finnst þetta bara svolítið sætt og skemmtilegt. Já, er bara nokkuð hrifin af þessu. Finnst takturinn skemmtilegur en þetta minnir mig samt á eitthvað annað (en það er náttúrulega bara hefð í júróvisjón að stela smááá)

8. Slóvakía: Voðalega erfitt að ákveða hvað mér finnst um þetta. Svolítið fallegt bara, en eitthvað lummó við þetta. Finnst líka dramatíkin fullmikil á köflum. Geri mér ekki grein fyrir því hvernig þessu muni ganga. Getur verið að frammistaðan á sviðinu skipti sköpum

9. Danmörk: Danmörk, Danmörk. Of sykrað. Laglínan: la-la, ekki meira en það. Nei, ekki áfram (þó að Ísland kjósi það sjálfsagt, pólitík-hvað? Held að norðurlandaþjóðirnar standi meira saman en flestar aðrar grannþjóðir í kosningunum)

10. Slóvenía: OK. Söngurinn byrjar ekki fyrr en mínúta er liðin. Og þá er þetta bara sama línan endurtekin aftur og aftur- með sama strengjastefinu á milli. Vona að þetta komist ekki áfram

11. Ungverjaland: Mér finnst þetta bara ansi skemmtilegt danslag.

12. Aserbaídsjan: Fíla þetta ekki. En hugsa að þetta komist pottþétt áfram. Er svosem alveg hress laglína, en bara ansi klént, finnst mér.

13. Grikkland: Þarf ekkert að ræða þetta. Sakis kemst áfram!

14. Litháen: Æ. Einfaldlega leiðinlegt lag, verð ég að segja. Úff. Plís ekki komast áfram.

15. Moldóva (af hverju hélt ég að þetta héti Moldóvía?)Þetta er svona hresst þjóðlegt. Finnst það bara ekki heppnast vel. Finnst þetta of poppað eða eitthvað. Þoli ekki þegar hún æpir „hehhey“ og þegar hann rymur eitthvað. Samt eitthvað í þessu lagi. En ég vona að þetta komist ekki áfram.

16. Albanía: Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta lag. Get ekki ákveðið hvort mér finnst það frekar skemmtilegt eða ekki. Jú, ég held það venjist bara. Stelpan er bara 16 ára.. spurning hvernig hún mun standa sig á sviðinu, held þetta komist áfram nema hún geri e-r gloríur í flutningnum.

17. Úkraína: Svolítið ógeðslegt lag. Og ýkt. En skemmtó. Kemst áfram. „I‘m your anti-crisis girl“- er hægt eitthvað annað en að fíla lag með þennan texta?

18. Eistland: Svolítið fallegt. Svo er ég líka svolítið hrifin af því hvernig tungumálið hljómar. En þetta er bara frekar litlaust. Efast um að þetta komist áfram, þó að ég myndi alveg vilja sjá þetta þar.

19. Holland: Hahaha. Frekar hræðilegt. Gæti verið þemalag í teiknimyndaseríu. Maður veit samt aldrei hvað svona feelgood lag í lokinn gerir...


Þessi lög komast áfram (ekki í neinni röð):
1. Grikkland
2. Noregur
3. Serbía
4. Kýpur
5. Ungverjaland
6. Aserbaídsjan (sjitt hvað það er erfitt að skrifa þetta)
7. Albanía
8. Úkraína
9. Eistland
10. Slóvakía

OK. Verð að viðurkenna að það er mjög margt efa blandið á þessum lista. Valdi eiginlega meira lög sem ég vil að komist áfram frekar en lög sem ég held að komist áfram (nema sum). Býst ekkert við að verða sannspá. Eginlega bara viss um að Grikkland og Noregur komist áfram. Og Úkraína hugsa ég.

Hlakka til!

5 ummæli:

SigrunSt sagði...

ooo frábært að hita upp fyrir kvöldið ;) er e-ð búin að fylgjast minna með þessum lögum af e-i ástæðu...bíð spennt líkt og þú

Regnhlif sagði...

Takk fyrir að kommenta, Sigrún. Var orðin mjög leið yfir kommentaskortinum.

Regnhlif sagði...

Ef esctoday.com hefur aftur rétt fyrir sér, eins og fyrir 1.undankeppnina, þá er ég með 7 lönd rétt af 10. Í staðinn fyrir Serbíu, Ungverjaland og Slóvakíu segja þeir Danmörk, Litháen og Pólland. Ég vona að ég hafi frekar rétt fyrir mér en þeir:)

asa sagði...

hæ, hvað er malið með þennan sakis? var hann ekki spænskur, ég hélt það alltaf. svo var hann með svona "bringubömp". finnst hann ekki sætur. Er hann hommi?

asa sagði...

ok sorry en já þú varst mjög sannspá. Afhverju ert þú ekki úti að lýsa keppninni:) betri en Sigmar