911.færsla.Austurvöllur
Ætlaði að búa til sumarlega færslu með myndum sem ég tók í gær á símann minn. En ég kann ekki mikið að færa hluti úr símanum mínum í tölvuna. Sendi myndirnar sem tölvupóst, en það virðist hafa kostað skyldinginn því að inneignin mín kláraðist. Reyndi líka að nota bluetooth dót sem ég skil ekki hvað er, en tölvan mín virðist ekki vera með slíkt (þó að það sé svona mynd á tölvunni) og síminn vildi bara tengjast tölvu sessunautar míns. Hefði kannski átt að spyrja hann hvort að hann vildi taka við myndunum mínum og senda mér þær síðan, en ég kunni ekki við það af því að við tölum aldrei saman. Af því að maður má ekki tala saman í Gimli. Þess vegna þekki ég manninn ekkert sem situr við hliðina á mér, stundum allan daginn. Hins vegar gæti hann alveg ef hann vildi lesið það sem ég er að skrifa, svo ef sú er raunin, þá segi ég bara "Hæ!". En hérna, ég er gat bara flutt þrjár myndir úr símanum mínum yfir á tölvuna, svo að hér fáið þið þessar þrjár myndir. Þetta eru ekki endilega þær myndir sem ég hefði helst viljað sýna, heldur eru þetta þær myndir sem ég GET sýnt. Svona eins og þegar maður er að reyna að tjá sig á tungumáli sem maður kann ekki of vel. Þá segir maður oft bara það sem maður kann að segja, en ekki það sem mann langaði að segja.
Hér er Ása með mega eurovision/zoolander beibsvip:
Hér er ég eins og ég sé stutthærð. Ætti ég kannski að vera svona stutthærð í sumar? Skoðanakönnun!
Og hér er tilraun til að sýna mannfjöldann sem kom til að fagna JGJ (híhí, allir íslenskunemar fatta af hverju ég hlæ). En í staðinn sýnir þetta aðallega rafmagnskassa (hefði valið aðra mynd ef hún væri ekki föst inni í inneignarlausum síma). Alþingi er samt fallega geislum baðað. Við Ása vorum reyndar farnar áður en JG mætti en náðum þarna ljómandi huggulegri stund í sólinni með fullt af fólki og júrólögum:
Ég verð reyndar að segja að myndirnar ljómuðu meira og voru sumarlegri í símanum mínum. Á myndinni af mér þá virðist ég meira að segja vera alveg kappklædd, en staðreyndin var önnur.
8 ummæli:
ég myndi vera stutthærð í sumar fer þér mjög vel! en ég sá þig einmitt í skólanum áðan en þorði ekki að heilsa því þú varst með svona gengi sko.
kv. Sigga Geirs
Þetta var frábært þó svo við sáum ekki JG. Páll Óskar fær sérstakt prik fyrir að taka svona power helgi og taka bara heilt show sjálfur.
Stutthærð, þú ert einhvernvegin svo sæt þannig.
mér finnst sítt hár flottast! En jiminn, allt þetta fólk mætt til að fagna JGJ :D híhíhí :)
-Gyða
Sigga G. Ég sá þig líka! En ég hélt að þú "væri ekki að sjá mig" svo að ég ætlaði að heilsa þér þegar ég stæði upp, en þá gleymdi ég því greinilega.
Já, massa helgi fyrir PÓH
stutt-sítt - það er spurningin.
Sítt
Drengjakollur á sumrin - fléttur á veturna. Vefja þeim um höfuðið í kulda.
Þá þarf nú að vaxa ansi hratt á manni hárið!
ójá, tískan er harður húsbóndi.
Skrifa ummæli