914.færsla. Er det måske svineinfluensa?
Ó, nei. Svínaflensan er komin til landsins og ég akkúrat nýbyrjuð að hnerra. Einhvern vegin held ég samt að það sé hið árlega (og stanslausa) sumarhnerr frekar en HN1NHHN1 (á erfitt með að muna skammstafanir og tölur) en maður veit aldrei. Spurning um að ég hlaupi upp í skóla (gott í dag eða á morgun, fáir á sveimi) og sæki allt sem ég þarf til að geta unnið/lært heima og byggi mér rammgirt svínaflensuvirki. Það er verst að Einar þarf að vinna á rúv sem mig grunar að sé ekki öruggasti staðurinn. Sé alveg fyrir mér fréttamennina fara og taka viðtal við svínaveikan mann, dýfa hljóðnemanum upp í hann og láta svo Einar prófarkalesa míkrófóninn. Spurning hvort Einar verði ekki bara í bílnum, fyrst hann var svo vitlaus á annað borð að fara út úr húsi í flensuna. Get hent til hans mat af svölunum. Á meðan birgðir endast.
Hreinlæti ku vera verndargaldurinn gegn svínahryllingnum. En mér er spurn: þýðir það líkamlegt hreinlæti eða að maður þurfi líka að halda íbúðinni hreinni?
Æ, vott þe fokk, ég er farin að taka til. Og fer svo í sturtu. Á því miður ekki spritt til að baða mig upp úr, en ég er viss um að við eigum eitthvað sterkt áfengi sem sótthreinsar örugglega mj. vel. Innan og utan.
Í lokin: Las í blaðinu að Anna Phil er með tónleika í Norræna húsinu í kvöld. Hversu kúl er það að geta barasta séð Önnu Phil! !! Veit samt ekki klukkan hvað þeir eru. Ætla hvort eð er ekki að fara. Tek ekki áhættuna á svíneflense.
P.S. Mér finnst svínaflensa eitthvað svo fyndið nafn. Veit ekki af hverju. En það minnir mig alltaf á söguna af því þegar Addi bró og fjölsk. bjuggu í Danmörku. Besti vinur bróðursonar míns var múslimi. Einu sinni þegar hann kom í heimsókn var Helga mágkona að elda kjúkling og bauð vininum (sem var kannski 4-5 ára) að fá sér. Hann vildi greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig og spurði þess vegna: "Er det måski svinekylling?":) Þaðan kemur titillinn á færslunni.!
5 ummæli:
Æ nei. Haraldur Briem segir að einkennin geti komið skyndilega. Ég fór einmitt skyndilega að finna fyrir einkennunum þegar ég fór að lesa lýsingu á einkennunum.
En ég og pabbi þinn fórum á sjó :)
Sá það á feisbúkk. Þið voruð flott
Væri ekki allt í lagi að fara að blogga um kórastefnu? Eða eitthvað.
heyyy hvar er nú bloggið hlíbba mín?
Skrifa ummæli