917.færsla. ágúst
Já, ég ætla bara að blogga "strax" aftur. Sorrý að ég nenni ekki að gera íslenskar gæsalappir á fartölvunni. Ég er löt:)
Núna um helgina var verslunarmannahelgin. Þið vitið. Við Einar vorum í mikilli óvissu um hvað við ætluðum að gera alveg fram á föstudaginn. Þá ákváðum við að við værum ekki að fara neitt yfir nótt. En gerðum samt alveg fullt.
Á föstudaginn unnum við (vinnu sko, ekki í lottóinu, eins sorglegt og það er, en lottóið er náttúrulega ekki á föstudögum og ég gleymi auk þess alltaf að taka þátt þrátt fyrir að það sé klárlega eðlileg framvinda lífsins að láta mig vinna í lottóinu núna, finnst mér) og fórum síðan í afmælismat í Keflavík, því að Svava systir hans Einars átti afmæli.
Á laugardaginn fórum við síðan í skemmtilegan bíltúr m. Auði og Hrannari alla leið í Landmannalaugar. Villtumst svolítið á leiðinni, keyrðum yfir bannaðar brýr, lentum í drullusokksárás, sáum fullt af bíræfnum útlendingum og dýfðum okkur aðeins í lækinn. Vúff hvað það var mikið af fólki þarna. Næsta sumar langar mig til að fara aftur þangað og vera í það skiptið yfir nótt og grilla og vera með gítar og syngja. Þeir sem vilja vera með geta skráð sig í kommentakerfinu.
Fórum svo í sundlaug og ég fleytti kerlingar (kerlingu) í rennibraut. Og svo fórum við út að borða á Fjöruborðinu. Þar var sko allt fullt af fólki. Meðal annars var þar systir mín & kó og föðurfjölskylda hennar.
Fórum síðan heim til Ausu og Hrannars og sötruðum smá bjór og enduðum (svolítið syfjuð, aðallega ég samt)á Ölstofunni.
Á sunnudaginn dreif ég mig upp á Skaga með Önnu, MÖ, Mömmu og Sigga í barnaafmæli hjá tvíburadætrum hálf-hálfsystur minnar. Eiginlega um leið og ég kom heim fórum við Einar svo í grill til Gunnars og Bryndísar sem endaði í spili og spjalli fram á nótt.
Á mánudaginn fórum við svo til minnar elskulegu stóru systur sem átti afmæli og vorum, enn á ný, í steik á pallinum hennar að borða grillmat og annað góðgæti. Oh, svo yndislegt. Er farin að halda að pallurinn hennar bara framkalli gott veður.
Eftir mjög stutt stopp heima stakk Einar upp á því að við drifum okkur í bíltúr og við ákváðum að fara í Krýsuvík. Þetta var svona kvöldferð. Mjög skemmtilegt. Keyrðum fram hjá Kleifarvatni, hættum okkur í torfærur, skoðuðum flott hverasvæði þarna sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til, fórum inn í minnstu kirkju sem ég hef séð (Krýsuvíkurkirkja, mjög spes, fannst mér), keyrðum í gegnum Grindavík og svo heim aftur. Það er ótrúlega margt skemmtilegt á Reykjanesinu, það verð ég að segja.
Svo að þetta var bara skrambi góð helgi, þrátt fyrir að við höfum ekki farið og verið neins staðar í tjaldi.
Í síðustu viku var svo afmælið hans Einars, sem var ljómandi fínt. Fengum foreldra hans, systkini og afa í mat, en það var ansi troðið í litlu íbúðinni okkar .... en gleðifréttirnar eru þær að við þurfum ekki oftar að halda matarboð í sardínudósinni !! Því að við erum búin að finna okkur íbúð til að leigja ... og hún er heilir 70 fermetrar, sem er "bara" tvöfalt meira en íbúðin sem við erum í núna:) Hún er sko með AUKA herbergi. Og við getum haft TVÖ náttborð (sem er fjölgun um tvö)! Jei, ég hlakka svo til að flytja. Úff.
Okkur vantar samt nauðsynlega þvottavél. Ef þið fréttið af einhverjum sem vill losna við þvottavél þá hafið okkur endilega í huga. Eins vantar okkur fullt af húsgögnum ... t.d. tvö náttborð:):)
Afsakið hvað þetta er mikil upptalning
5 ummæli:
Ji, hvað þetta er spennandi með íbúðina. Ekkert smá slot sem þið flytjið í, bara eins og mitt slot og mér finnst það stórt en samt kannski ekkert rosa stórt fyrir fjóra eins og við verðum bráðum (eftir þrjá mánuði eða minna, ískr).
Mæli með kassi.is, þar fundum við Hrund bæði ísskápinn og þvottavélina okkar minnir mig og fengum á fínum prís. Svo er það bara Góði hirðirinn í leit að náttborðum, bjargaði okkur Hrund á fyrsta búskaparári okkar.
Svo hlakka ég að koma í heimsókn í þitt slot og svo kemur þú í heimsókn í mitt slot sem er að verða svo svakalega fínt.
dr
Skrá í söngútileguna :) Til hamingju hamingju með íbúðina! Ég fæ grænar bólur af öfund og gylltar af samgleði :)
p.s. Ég sá þig inn um gluggann á Gimli áðan á færeyskufyrirlestri
Gyða
Takk Díana fyrir tipsin, held við reynum að fá sem mest notað svona til að byrja með. Svo þegar við verðum orðin rík þá getum við farið að kaupa okkur fína hluti:)
Jess, Gyða, strax komnir tveir í útileguna (ég og þú)! Takk fyrir, þér verður örugglega boðið í heimsókn einhvern tímann:)
Ég elska þig litla mín, og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gera nýja heimilið ykkar Einars míns vel búið. Það er svo kominn tími til, og þið eigið það svo sannarlega skilið, þvílíkt heiðursfólk sem þið eruð. Takk fyrir að vera alltaf svona góð, hjálpsöm, skilningsrík og dásamleg dóttir.
Hittumst heilar,
þín Mammsa
Þín Mamma
Ætlaði bara að þakka þér líka fyrir hvað þú er skemmtileg og falleg, elsku Hlífsan mín.
Kysstu Einar frá mér.
Þín Mammsa
Skrifa ummæli