miðvikudagur, ágúst 26, 2009

918.færsla. Flutt

Ég er FLUUUTTTT!

Reyndar alveg fyrir tveimur vikum. En ég er samt ekki búin að taka upp úr kössunum. Jú, eiginlega langflestum. Núna á aðallega eftir að ganga frá leiðinlegu dóti sem maður veit ekki hvað maður á að gera við. Pappírum t.d. Ég vil hafa skipulag. Svona bækur hér, svona bækur þar og helst raða þeim í stærðarröð. Sem er gott og blessað, nema ef hæð og breidd fer ekki saman. Þá kannski skipti ég um röð tíu sinnum, eftir því hvort mér finnst betra að láta hæðina eða breiddina ráða. Það er svona á mörkunum að bækurnar komist allar fyrir. Og svo eru bækur sem við Einar eigum tvennt af. Hvað á ég að gera við þær? Það er engin geymsla sko.

Ég held það séu svona tvö hundruð tómir pappakassar í íbúðinni. Sjitt, verð eiginlega að telja þá hvað þeir eru margir, þeir eru svo ógeðslega margir.

Það er samt svo frábært að við skulum vera flutt. Að þurfa ekki að elda í svefnherberginu t.d. :) Að geta haft drasl í einu herbergi en fínt í öðrum:) Að geta farið í BAÐ. Elska bað sko.

Okkur vantar samt þvottavél... mikið væri nú gott að eignast eina slíka.

Svo er staðsetningin svo mikil snilld. Við erum svona 3 mín upp á Laugaveg. Svona 10mín að labba í Bónus. Nú hef ég komið þar við á leiðinni heim úr skólanum oft, hoppa bara einni eða tveimur stoppustöðvum fyrr út, til að kaupa í kvöldmatinn. Sem þýðir mikinn sparnað hugsa ég, því að það sem ég hef verið að kaupa hefur verið mjög lítið, og ég hefði aldrei farið að gera mér ferð í Bónus bara til að kaupa þetta, hefði bara farið í 10-11, tala nú ekki um ef ég hefði ekki verið á bíl.

Verð samt eiginlega að redda mér vinnu sem fyrst. Ég óttast nefnilega að á endanum verði ég farið að kaupa mér fullt af fötum og dóti í öllum töff og dýru búðunum sem ég geng fram hjá á Laugaveginum nánast á hverjum degi. Ég elska Laugavegin. Ég elska að búa niðri í bæ! Heyrðu, svo er verið að setja smá gróður á bílastæðið sem er eina útsýnið sem ég hef úr íbúðinni, þetta verður bara rosa fínt;)

Kjaftæðið í mér. Æ, það er samt svo mikið drasl heima. Oh. Sem ég veit ekki hvað ég á að gera við. Henda henda?

5 ummæli:

ella sagði...

Geturðu ekki látið duga að labba bara framhjá Rauðakrossbúðinni? Ekkert svo dýrt sko :)

Regnhlif sagði...

Híhí. Það er nú erfitt að labba BARA framhjá henni ... en ég get reynt

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með flutningana!! Hlakka til að sjá :)

Gyða

Ása sagði...

Til hamingju með íbúðina HLíf&Einar! .. hún er flott, ég fékk smá preview um daginn.. :)

Heimir Freyr sagði...

Til hamingju með flutninginn!