922.færsla.
Úff ég er dauð úr þreytu. Það er allt of erfitt að vera túristi á Íslandi. Djamm á kvöldin, keyrsla á daginn. Núna er ég farin í afvötnun.
Svaf svo illa í nótt. Var sífellt að vakna en var milli þess hálfsofandi. Dreymdi óteljandi drauma sem flestir voru slæmir en fæsta þeirra man ég. Nema einn. Í honum ákvað ég að klippa mig sjálf (sem ég hef gert síðustu 3 árin eða svo) og ákvað að klippa mig styttra en venjulega. Ég klippi og klippi, en þegar ég lít í spegilinn er ég næstum búin að krúnuraka mig, nema er með mjög síðan topp. Þetta leit vægast sagt hræðilega út, því að í stað þess að ég væri með jafna brodda, var ég með eitt og eitt hár á stangli og húðin öll rauðflekkótt:) Ég hef sjaldan verið eins fegin að vakna:)
Æ úff
4 ummæli:
Já, ég skil. Þetta kom fyrir mig í sumar... en það var ekki draumur! Það var mjög skrýtið um tíma að vera með mjög löng hár sumstaðar og brodda sumstaðar.
haha. Ég sá nú samt myndir af þér og það var ekkert í líkingu við þetta sem ég lenti í í draumnum:)
haha!
úbbs, gleymdi: kv. Gyða
Skrifa ummæli