miðvikudagur, september 16, 2009

924.færsla. Is it true?

Það er svo fyndið hvað draumar geta haft mikil áhrif á mann. Eins og á mánudaginn, þá dreymdi mig illa og leið alls ekki vel. Hins vegar í nótt, þá vaknaði ég í mjög góðu skapi af því að mig hafði dreymt svooo vel. Og um hvað snérist þess rooosa góði draumur? .... Ég kynntist Jóhönnu Guðrúnu!

Hahahahahaa. Er ég svona mikil grúppía?

Það besta við drauminn var samt þegar Edda Á (en hún er mágkona JG og vinkona mín) spurði Jóhönnu hvað hún hefði gert á síðasta júróvisjónkvöldi, og við JG vorum bara „döhh, hún var að KEPPA í júróvisjón!!!“. Ég hef alveg örugglega hlegið upp úr svefni þarna af því að mér fannst þetta viðbjóðslega fyndið í draumnum.

Núna finnst mér bara viðbjóðslega fyndið hvað mitt innra sjálf er halló.

3 ummæli:

Fríða sagði...

ég dáist að kjarkinum að segja frá þessu!

Regnhlif sagði...

já. ég er öll í því að fórna virðingu minni til að skemmta blogglesendum

Nafnlaus sagði...

Hahahah:D