sunnudagur, janúar 31, 2010

930. færsla. Ertu búinn að kúka?

Ég er eitthvað að kvefast. Er hálf stífluð. Hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það, þar sem nefið er mikilvægt atvinnutæki í starfi mínu. Jú, þegar maður vinnur með 16 eins til tveggja ára börn þarf maður að vera með nefið vel opið fyrir kúkalykt. "Hver er búinn að kúka?!" er sjálfsagt algengasta setningin sem ég segi þessa dagana. Ég þreytist ekkert á því að spyrja krakkana að þessu þó að fæst þeirra geti eða vilji svara. Og þau sem á annað borð svara, svara oft vitlaust, annað hvort til þess að losna við að lenda í bleiuskiptum, eða einmitt til þess að lenda í bleiuskiptum (getur virkað spennandi). Ein er t.d. farin að stunda það að segjast vera búin að kúka í útiverunni til þess að fá að fara inn fyrr. Þau eru ekkert vitlaus þó að þau séu lítil...!

Þetta er samt pínu skrítið, að vera svona opinn fyrir kúkalykt. Venjulega reynir maður einmitt að loka á svona lykt. Ég á svolítið erfitt með þetta, þ.e. að vera opin fyrir kúkalykt á leikskólanum en loka á hana annars staðar. Þarf virkilega að bíta í tunguna á mér til þess að gala ekki, hvar sem ég er stödd, ef ég finn skyndilega undarlega lykt: "Hver er búinn að kúka?!"

Held einhvern veginn að ókunnugt fólk tæki þessari spurningu ekkert allt of vel.
Sérstaklega ekki prumparinn sjálfur.

6 ummæli:

ella sagði...

Ohh, missti af því að þú værir komin af stað aftur. Hélt þó að ég hefði gáð flesta daga. Nú vantar greinilega nokkrar blaðsíður í þína sögu. Engar bókasafnssögur, í staðinn komnar kúkasögur. Útskýra takk.

Regnhlif sagði...

Nú sko ég er að vinna á leikskóla.

Veit samt ekki alveg hvað ég var að hugsa þegar ég skrifaði þessa færslu...

ella sagði...

Hver segir að maður eigi að hugsa?

Nafnlaus sagði...

:) Nefið þitt hefur greinilega stíflað sig sjálft til varnar kúkafýlunni!

-Gyða

Nafnlaus sagði...

haha

ég hugsaði einmitt líka hvernig það væri fyrir börnin þegar maður var farinn að elta þau uppi og þefa af rassinum þeirra í tíma og ótíma, doldið innrás á þeirra persónulega rými...

og endalaust að spurja þau ásakandi (að þeim finnst kannski) hvort þau væru búin að kúka.. hehe

Þetta gætu veriði ástæður þess að sumt fólk haldi í sér prumpinu eða geti ekki kúkað nema heima hjá sér...

En talandi um kúk og leikskóla, bestar fannst mér samræðurnar sem maður átti við foreldrana þegar þeir komu að sækja börnin, um hvernig kúkurinn hefði nú verið yfir daginn haha

"jaaa hann var ekki harður en svona smá mjúkur, mitt á milli eiginlega... ekkert yfir í það fljótandi sko, hún er öll að hressast stelpan" hehe
Árný

Regnhlif sagði...

Hahahahaha, einmitt Árný, góðir punktar.