938.færsla. Eurovision 2010 - Lettland
Nú eru einungis 82 dagar þangað til ég flýg út til Norge í júróvisjónreisuna miklu (85 dagar í undanúrslitin og 89 dagar í úrslitin) og því er ekki seinna vænna en að byrja að hita upp. Nú mun ég því hefja dagskrárliðinn júróvisjónhornið, sem fer þannig fram að eitt lag í keppninni 2010 verður kynnt. Efast um að ég nenni að afla mér fróðleiks um hvert lag, en hvur veit. Með laginu verður einnig rifjað upp eldra lag frá sömu þjóð, sem stendur upp úr á einhvern hátt í mínum huga.
Lögin verða annars birt af handahófi.
LETTLAND
Fyrsta lagið sem ég kynni var nýlega valið í undankeppninni í Lettlandi. Flytjandinn heitir Aisha og lagið heitir What for? (Only Mr. God knows why)
Ég ætla aðeins að bíða með að tjá mig um lögin, leyfa þeim aðeins að meltast, en ég verð að segja að þetta lag gleður mig mjög fyrir tvær sakir: undirtitilinn (hahahha, Mr.God) og þvottakonurnar á sviðinu. Á maður að geta tekið svona lag alvarlega?:)
Það er svo engin spurning hvaða lag ég birti í gamalt og gott frá Lettlandi. Ég hjarta Brainstorm.
Þetta lag minnir mig á Ölmu, mömmu og sófa úti á túni.
Gjöriðisovel, Brainstorm með My Star
Lagið tók þátt í Svíþjóð árið 2000 og lenti í 3. sæti, en þetta árið unnu Olsen bræður eftirminnilega, og Rússland lenti í öðru sæti. Einar Ágúst og Telma sungu Tell me fyrir Ísland og lentu í 12. sæti.
Þetta er eitt af þeim júróvisjónlögum sem ég held upp á af því að mér finnst lagið í alvörunni gott! En annars held ég upp á ýmis júrólög sem mér finnst fyndin-góð eða vond-góð
Ég bendi júróþyrstum lesendum bloggsins á frábært blogg Eyrúnar og Hildar vinkonu hennar, sem er algjörlega tileinkað júróvisjón! Húrra fyrir því
12 ummæli:
Úff, var einmitt að hlusta á þetta í dag... þetta er nú meira!
En svona vont-gott held ég :) Vonandi fer söngkonan í söng-æfingarbúðir áður en hún keppir í vor! híhí
Elska líka My star! Mjög fyndin tilfinning samt að geta sungið með þessu lagi, þar sem ég hef ábyggilega ekki heyrt það í 10 ár.
Eyrún Ellý: já, hún þarf að bæta sönginn!
Eyrún Eva: hehe, já ég get líka sungið með, en ég hef líka á þetta af og til. Vá, tíu ár síðan!!
Elska þig og get varla beðið eftir Eurovisjon
Snóran
Var það hann sem dansaði svo furðulega?
Já! Svona með löppina til hliðar, ef ég man rétt. Örugglega hægt að sjá það á jútjúb:)
Hvaða þvottakonugrín er þetta eiginlega? og hamóníkkuleikarinn óð bara beint út í vatnið!!
Annars er ég ánægð með þig að fjalla um Eurovision :o)
Kv. Hildur Eyrúnar vinkona!
Já ég jútúbaði hann, og þetta var einmitt eins og mig minnti:)
"Why do people live until they die?????????????" Dásamlegt. Ég mun horfa á Júró þetta árið, bara vegna allra tilfinninganna sem þetta lag, flutningurinn, sviðsetningin - bara ALLT heila klabbið - vekja með mér!
Rassinn.
....ég meina WHAT FOR!??!?
Og Anna: á eftir þessari setningu kemur (ef ég heyri rétt) "I asked my uncle Joe, but he can't speak". Hahahahah, þetta er frábær texti.
Ég mun sakna þín ægilega, elsku Hlíf mín, en ég veit þú munt skemmta þé´r mjög vel, elsku hjartaans yndið mitt.
Skrifa ummæli