940. færsla. Eurovision 2010 - Bretland
United Kingdom.
Undankeppnin í Bretlandi var svolítið sérstök (þó ekki svo), að því leytinu að hún snérist um að velja flytjandann, en ekki lagið. Sex þátttakendur sungu coverlög og síðan voru þrír þeirra valdir til að flytja lagið sem hafði þegar verið ákveðið að færi út, og loks einn valinn til að fara út til Noregs. Sá heitir Josh og er 19 ára "gamall". Þetta minnir mann pínulítið á Búlgaríu, en með öfugum formerkjum, þar sem keppandinn var ákveðinn, en lagið ekki.
Hér kemur lagið:
Þetta er kannski aðeins of happy lag .... veit ekki hvað ég á að segja. Svolítill söngleikjabragur af þessu, eins og var hjá þeim í fyrra.
Gamalt og gott í þetta skiptið verður eitthvað ansi gamalt:) Já, reyndar jafngamalt mér, hehe. UK hefur annars tekið þá mjög lengi, og á reyndar metið í því að taka þátt án hléa. Bretar tóku fyrst þátt annað árið sem keppnin var haldin, en þeir voru of seinir að senda umsókn fyrsta árið:) Þeir eiga líka ýmis önnur met, eða áttu a.m.k. (um þetta má lesa á wikipediu en þeim sem skrifaði þetta virðist hafa verið mikið í mun að sýna að Bretar ættu hin og þessi met, ef þátttökuþjóðirnar væru ekki orðnar svona margar í seinni tíð). Bretum gekk líka mjög vel framan af. Síðustu ár hefur þeim hins vegar gengið ansi illa, en í síðustu tíu skipti hafa þeir bara tvisvar lent í topp tíu (3. sæti 2002, 5. sæti í fyrra). Lagið sem er sýnt hér komst hins vegar í 1. sæti:
Búningarnir og kóreografían eru hreinn unaður!
4 ummæli:
Hlíf mikið rosalega er ég hamingjusöm með þessa Eurovision umfjöllun hjá þér! JESS!!! Áfram Júró!!! /gebba töff
Gott að heyra Gebba mín:) Það munu koma fleiri færslur. Muuun fleiri:)
Unaður.
dr
Ég má til með að minna á frábæran Extras-þátt þar sem þetta skelfilega lag var tekið (þ.e. Making Your Mind Up), http://www.youtube.com/watch?v=gtkoj29R6As&feature=PlayList&p=838DEA05C837AC4F&index=11 (eftir rétt rúmar 4 mínútur).
Einar
Skrifa ummæli