miðvikudagur, mars 17, 2010

942. færsla. Eurovision 2010 - Portugal og Þýskaland

Portugal í júróvisjón. Hmmm. Hvað kemur upp í hugann? Slæm lög! Úff, vesalings Portúgal virðist ekki aalveg fatta keppnina. Að minnsta kosti hefur Portúgal tekið þátt 43 sinnum en aldrei lent í efstu 5 sætunum:) Komust næst því árið 1996 þegar þeir urðu í 6. sæti.

En lagið í ár heitir Há dias assim. Ballaða. Mér finnst hún svolítið sæt. Fær + fyrir að syngja á móðurmálinu. Er allt í einu orðin mjög hlynnt því á eldri árum:)



Gamalt og gott verður í þetta skiptið tvískipt: gamalt og vont (ekki annað hægt!) og gamalt og gott.

Í gamalt og vont verð ég að setja þetta lag, sem mér fannst hreinn viðbjóður! Ég get ekki alveg útskýrt hvers vegna, en það er eitthvað við þetta lag sem vekur með mér hroll.



Þetta lag var í keppninni 2004 (eins og svo mörg lög sem ég birti í "gamalt og gott" því að ég þekki þá keppni betur en aðrar) og náði ekki upp úr undanúrslitunum, varð í 15. sæti.

Hér kemur hins vegar lag sem mér fannst gott! Lagið frá í fyrra, Todas as ruas do amor með Flor-de-Lis. Krúttlegt og skemmtilegt lag:



Lagið komst upp úr undankeppninni og endaði í 15. sæti.

En nú er keppnin farin að nálgast óðfluga, svo að ég verð eiginlega að fara að kynna tvö og tvö lönd í einu. Og hér kemur Þýskaland! Þessu lagi er spáð mjög góðu gengi í keppninni og er mjög vinsælt heima fyrir. Ég verð að segja að ég er bara mjög ánægð með þetta lag:



Það er margt gott og gamalt frá Þýskalandi. Oh, er að hugsa um að birta líka tvö lög hér. Fyrst kemur eitt af uppáhalds-uppáhalds eurovision lögunum mínum: VADDE HADDE DUDDE DA, auðvitað. Með Stefan Raab.



Snilld! Og svei mér þá, STEFAN RAAB er bestur. Fyrir utan þetta lag samdi hann Guildo hat euch Lieb (1998)sem lenti í 7. sæti OOOOG hitt lagið sem ég ætla að birta hér (en ég vissi ekki að Stefan Raab hefði samið það!):



Þetta lag var auðvitað í keppninni 2004 og lenti í 8. sæti. Ég tók nákvæmlega ekkert eftir þessu lagi fyrr en löngu eftir keppnina þegar ég fór að hlusta á geisladiskinn með öllum lögunum. Og þetta er klárlega eitt af uppáhalds lögunum mínum.

Stefan Raab var einnig í dómnefndinni sem valdi lagið í ár. Stefan Raab er bestur!

Engin ummæli: