þriðjudagur, apríl 13, 2010

943. færsla. Eurovision 2010 - Türkiye

Í mínum huga er Tyrkland alltaf með þjóðlagaskotin danslög með sterkum rythma í júróvisjón. Ég hef verið mishrifin af Tyrknesku lögunum, stundum bara frekar hrifin, t.d. af Shake it up shekerim, 2007 (4. sæti), en stundum mjög óhrifin, t.d. af Everyway that I can, 2003, SEM VANN, þrátt fyrir að mér fyndist það viðbjóður. Söngurinn er HORROR (plís verið sammála mér). Og ekki einu sinni skemmtilegt. Ég er enn þá yfir mig hneyksluð á því að þetta skyldi vinna. Eruð þið að grínast. "Rappið" í kringum mínútu 2 ... "nothing in the world that can stop me no sir!". Ekki nóg með að þetta lag skyldi vinna, heldur var það líka valið til þess að taka þátt í 50 ára afmæliskeppni eurovision um besta lag sögunnar. Halló!!!
Þar lenti það í 9. sæti af fjórtán lögum, sem er blessunarlega ekki mjög hátt, en það voru samt 5 lög neðar! Vá, ég vissi ekki fyrr en ég byrjaði að skrifa þetta hvað ég er reið út í þetta lag:)

Haha. En Tyrkland í ár! er svolítið öðruvísi en venjulega! Og mér finnst það eiginlega bara mjög flott! Oh, ég er algjör sökker fyrir framandi tungumálum.




Og svo er hér gamalt og gott (röflið hér að ofan um Every way that I can telst ekki með). Þetta er enn á ný úr 2004 keppninni. Þetta lag er skemmtilegt fyrir svo margar sakir, en ég á líka minningar tengdar þessu lagi úr CISV sumarbúðum í Hollandi 2006. Þegar tyrknesku krakkarnir stálust í græjurnar í salnum, þá var þetta lag eitt af þeim sem þau spiluðu. Ég varð öll æst af ánægju yfir að heyra eitt af uppáhalds júróvisjón lögunum mínum, sem gerði þau líka æst af hamingju. Ég er nokkuð viss um að það hafi verið fyrir mig sem þetta lag var sett á fullt blast, eldsnemma morguns nokkrum dögum síðar, þegar Tyrkland fékk það hlutverk að vekja búðirnar:)



Love it!

2 ummæli:

Elsa Serrenho sagði...

Tyrkland og Grikkland eru oft með uppáhalds lögin mín.. er ekki ánægð með Grikkland í ár samt..

en ég dýrkaði samt Tyrkneska lagið 2003 Every way that I can :) þótt ég sé sammála þér með að söngurinn var ekki nógu góður..

fílaði líka Shake it up Shekerim og Dum tek tek

kveðja Eurovision nördið Elsa ;)

Regnhlif sagði...

Nei, í alvörunni! Ja, það hlýtur náttúrulega að vera að fólk hafi fílað þetta, þar sem lagið vann:)

Á annars eftir að hlusta á gríska lagið í ár.