miðvikudagur, apríl 14, 2010

944. færsla. Eurovision 2010 - Irlande Douze Pointe

Írland er heill kapítuli út af fyrir sig í júróvisjón keppninni. Ef það ætti að velja "besta" landið þá myndi Írland örugglega vinna! Enda hefur Írland unnið hvorki meira né minna en 7 sinnum, sem er oftar en nokkur önnur þátttökuþjóð.

Þar að auki hefur Írland lent 18. sinnum (af 41 skipti) í efstu 5 sætunum. Til samanburðar má nefna (vesalings) Portúgal sem hefur tekið þátt 43 sinnum og aldrei lent ofar en í 6. sæti:) Við höfum hins vegar tekið þátt 22svar sinnum og aðeins þrisvar lent í topp 5.

Á tíunda áratug síðustu aldar virtist Írland hafa fundið hina gullnu júróvisjónformúlu. Það mætti jafnvel líkja þeim við MR í Gettu betur, he he. Í fyrsta lagi unni þeir þrjú ár í röð, '92,'93,'94 ! en urðu þar að auki í 2.sæti 1990 og 1997. Þetta er náttúru bara rugl. Haha. Sum lögin voru þó ekki til að hrópa húrra fyrir, ég man til dæmis sérstaklega vel eftir laginu sem vann 1992, örugglega af því að systkini mín uppnefndu þetta lag (réttilega) "Væmið" (í stað "Why me?"). Hins vegar man ég ekkert eftir laginu sem vann næsta ár á eftir, In your eyes 1993, en það leiðir okkur einmitt að írska laginu í ár, en það er einmitt sami flytjandi og 1993. Gaman að bera þetta saman:



Kannski hefði þetta lag slegið í gegn níutíu og eitthvað, en ég efast um að Írland standi með pálmann í höndunum á sviðinu í Osló:)

Þrátt fyrir að Írland hafi verið meistari meistaranna upp úr 90 þá hefur sigurganga þeirra blessunarlega, fyrir okkur hin, ekki haldið áfram upp úr 2000. Ekkert lag hefur náð ofar en 10. sæti og þrisvar hafa þeir ekki komist í úrslitakeppnina. Samt sem áður finnst mér eitt af þessum lögum algjör snilld, hehehe, þrátt fyrir að hafa ekki komist í úrslit. Það er gamalt og gott dagsins, Dustin the Turkey, 2008:



Kannski er ég klikkuð.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uuuuu. Þú ert klikkuð.

Og érað fíla það.

dr

Nafnlaus sagði...

Ungfrú Klikk! Hahhaha, VÆÆÆÆÆMMMIIIIIIÐ, var búin að gleyma því. HRÆÐILEGT LAG! Hahahah!

Eyrún Ellý sagði...

Dustin var gott grín. Ég fíla Júró-grín (þarf endilega að fara að blogga um þau) :)

Nafnlaus sagði...

hhahahaha... djöfull var Dustin með etta!! Skandall að hann hafi ekki náðu upp úr forkeppninni. Án efa eitt skrautlegasta lag síðustu ára!!
...og já, mega öfund á ykkur að vera að fara út!!! :)
-Earl

Nafnlaus sagði...

og já... djöfull er ég að fíla framlag Serbíu þetta árið! Schnillld!!!
-ðö sörbía löver (a.k.a. em)