laugardagur, maí 08, 2010

948. færsla. Eurovision 2010 - Rússland

Lag Rússa í ár er svona góðlátlegt-grín-lag. Með því á ég við að þetta er ekki grínatriði á borð við atriðið hennar Silvíu okkar eða Verku Serduchku frá Úkraínu 2007, sem eru svona sprengjuatriði. Rússneski söngvarinn varð víst frægur eftir að hann setti lag á youtube, Gitar, :) Mæli með því að þið horfið á þetta. Aðalsmerki hans Peters Nalitch (söngvarans) er víst léleg enska og húmor. Svo að, maður verður að gera ráð fyrir að það sé líka meiningin með laginu í ár. Palli og júróspekingarnir voru nú svona á báðum áttum um það hvort þetta væri grín.



Verð að segja að mér finnst Gitar mun skemmtilegra en þetta lag. Kaflinn þar sem hann tekur upp myndina er samt snilld. Held líka að það geti verið að þetta lag venjist vel ...

Það er líka fyndið að þessi texti á að vera á viljandi lélegri ensku, en maðura heyrir ekki að hann sé neitt verri en flestir aðrir textar í keppninni:)

Gamalt og gott: Rússar hafa tekið þátt frá 1994 og einu sinni unnið, en það var vitaskuld hann Dima Bilan og skautarinn frá 2008. Dima hafði áður orðið í 2. sæti 2006 og t.A.T.u varð í þriðja sæti 2003. Úff, allt fárið í kringum það, hvort þær myndu kyssast og hvað. En lagið sem ég ætla að sýna hér er Solo sem varð í 2. sæti árið 2000. Einhverra hluta vegna festist þetta lag fáránlega í heilanum á mér.

Engin ummæli: