949. Færsla. Eurovision 2010 - Eistland
Eistland hefur tekið þátt frá því 1994 og einu sinni unnið. Það var árið 2001 og eiginlega enginn skilur af hverju þetta lag vann!
Gamalt og gott: Uppáhalds eistneska lagið mitt er lagið frá því í fyrra. Elskaða.
Lagið í ár heitir Siren og er flutt af Malcolm Lincoln (vegna þess að einhver þátttakandi í Viltu vinna miljón þarna úti hélt að fyrsti forseti Bandaríkjanna hefði heitið Malcolm Lincoln) og bakraddirnar fjórar heita Manpower 4 (æjæjj)
Mér finnst þetta bara pínu flott. Syngur samt ekki megavel. Sjáum hvernig þetta verður á sviðinu.
2 ummæli:
So far, þá er þetta uppáhaldslagið mitt í ár. Er reyndar ekki búin að ná að heyra þau öll en ég ætla að klappa extra hátt fyrir þessu á undankeppninni.
Í dag er franska lagið uppáhalds lagið mitt:) Gæti breyst þó.
Skrifa ummæli