fimmtudagur, maí 13, 2010

951. færsla. Eurovision 2010 - Finnland

Finnland á sér langa sögu í júróvisjón, en Finnar hafa tekið þátt 42 sinnum, fyrst árið 1960. Það muna náttúrulega allir eftir Hard Rock Hallelujah sem vann með yfirburðum. Þar fyrir utan hafa Finnar ekki riðið feitum hesti frá júróvisjónkeppninni. Næst besti árangur þeirra, á þessum 42 árum, er nefnilega 6. sæti árið 1973. Úbbs.

Að gamni valdi ég gamalt finnskt lag, sem ég man ekkert eftir, en maður gæti auðveldlega sungið þegar mann langar á djammið:



Hvað er þetta víkingaskip að gera á sviðinu? Bakraddasöngkonurnar eru BÆÐI í flottum fötum og með frábæra kóreografíu.

Finnar í senda þetta lag í ár:



Þetta er svo lummó. Ég veit ekki af hverju en þetta lag fer fáránlega í taugarnar á mér. Ekki lélegt lag samt. Held ég.

Engin ummæli: