950. færsla. Eurovision 2010 - Slóvakía
Slóvakía tók fyrst þátt árið 1994 en hefur samt sem áður bara tekið þátt fjórum sinnum: '94,'96,'98 og svo í fyrra, 2009. Þeim hefur ekki gengið vel en besti árangurinn var átjánda sætið árið '96. Slóvakar komust ekki upp úr undanriðlinum í fyrra.
Það er því kannski ekki skrítið að maður muni bara ekkert eftir Slóvakískum júróvisjónlögum. Þar sem þeir hafa tekið þátt svona sjaldan, þá kíkti ég aðeins á öll framlög þeirra til þessa, og ég verð að segja að ég nenni bara ekki að birta neitt af því hér í gamalt og gott.
Hér er hins vegar lagið þeirra í ár: Horehronie. Titillinn er víst svæði í Slóvakíu og textinn einhvers konar óður um það. Ég veit það ekki, mér finnst eins og lagið sjálft sé að venjast. Hins vegar finnst mér atriðið allt of ævintýraskógarlegt eitthvað:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli