952. færsla. Eurovision 2010 - Serbía
Serbneski keppandinn í ár er stórfurðulegur í útliti! En já, þetta er víst söngvakeppni svo að maður á að líta fram hjá útliti:)
Lagið er í skemmtilegt, en mér finnst viðlagið bæði skemmtilegasti parturinn af laginu, og viðbjóðslegasti (þegar hann er eitthvað "balkan, balkan, balkan" ojj)
Það er ekki erfitt að finna góð lög úr sögu Serba í keppninni. Þeir unnu með Molitva árið 2007 þegar þeir tóku í fyrsta skipti þátt einir og sér:) Frá 2004-2006 kepptu Serbar og Svartfellingar saman en það samstarf skilaði sér í einu af fallegustu lögum júróvisjónkeppninnar að mínu mati, Lane Moje 2004, sem varð í fjórða sæti.
Hér er hins vegar Molitva:
Það að þetta lag hafi unnið sýnir að góð melódía skiptir meira máli en útlit keppenda og atriðanna. Mér finnst reyndar Lane Moje miklu betra lag.
4 ummæli:
Þetta minnir mig rosa mikið á eitthvað sem ég heyrði á börunum í Novi Sad þegar að ég var þar á tjúttinu með gríðarskemmtilegum heimamönnum. Fíl'etta. Svo er ég svo glöð að ég skil eitthvað í textanum - Beograd er sko Belgrade :) (Geri mér grein fyrir að maður þurfi ekki að vera mjög sleipur í serbnesku til að fatta þetta!)
Lane Moje er eitt af uppáhalds Eurovision lögunum mínum ever, því meira sem ég hugsa um það því sannfærðari verð ég um að Evrópa var í sögulegum hæðum hvað varðar lagasmíðar árið 2004, besta Eurovision ár ever (Shake it, in the disco.... o.s.frv).
En hann þarf klárlega nýjan hárstílista - verður ekki Jógvan í bakröddunum hjá Heru?
Kannski er hann samt ekki að segja Beograd... hljómar samt þannig...
Dobre Dan, Pivo, Hvala :)
hahaha, já, hann þarf nauðsynlega nýjan stílista.
2004 var snilldar ár. Shake it, in the disco, tyrkland, kýpur (man ekki hvað lögin heita) ...
Skrifa ummæli