fimmtudagur, maí 13, 2010

954. færsla. Eurovision 2010 - Pólland

Hann Marcin sem tekur þátt fyrir Pólland hefur verið að taka þátt í söngkeppnum frá því hann var 9 ára. Núna er hann kominn í júróvisjón, og getur vonandi farið að slaka á í keppnunum. Annars er hann leikari og leiklesari (æ, þið vitið, les inn á teiknimyndir).



Lagið er ekki við eina fjölina fellt, byrjar með svolitlum söngleikjablæ, svo kemur allt í einu einhver hálfgerður flamengotaktur, svo kemur mjög stuttur akapella kafli á pólsku (giska ég á). Veit ekki.

Ég man voða lítið eftir Pólskum júróvisjónlögum, en þetta lag varð í öðru sæti árið 1994, en það er besti árangur Pólverja, og jafnframt fyrsta framlag þeirra:



(konan er alveg að tapa sér þarna í lokin)

Engin ummæli: