955.færsla. Eurovision 2010 - Belgía
Þá er komið að Belgíu.
Tom Dice er enn einn keppandinn með listamannsnafn og sem hlaut frægð í sjónvarpskeppni. Hann syngur um gítarinn sinn.
Ég ætti kannski ekkert að fjalla um júróvisjón í kvöld, þar sem ég er eitthvað voðalega jákvæð. Fann það þegar ég horfði á Alla leið, fannst flest lögin fín, þó að sum þeirra hafi mér hingað til fundist slöpp. En mér finnst þetta bara sætt. Lofa þó ekki að mér finnist það ekki viðbjóður á morgun.
Það er pínu merkilegt við Belgíu í júróvisjón að tvær sjónvarpsstöðvar sjá um þátttökuna, til skiptis sú flæmska og sú vallónska. Ég gleymi því svo oft að hlutirnir eru ekki alls staðar jafn einfaldir og á einsleita Íslandi.
Belgar hafa unnið einu sinni, og það er tvennt merkilegt við það. Í fyrsta lagi, náttúrulega, að þetta var árið 1986 þegar Ísland tók fyrst þátt, og í öðru lagi að hún Sandra Kim var bara barn að aldri, eða 13 ára, en á þeim tíma þurftu keppendur að hafa náð 15 ára aldri (núna 16 ára) og því var logið til um aldur hennar.
Þegar ég horfi á gömul júrómyndbönd þá sakna ég hljómsveitarinnar og hljómsveitarstjóranna.
Vika í ferðina!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli