966.færsla. skap
Tilfinningar mínar eru kamelljón þessa dagana. Er mjög hamingjusöm og leið til skiptis. Samt oftar glöð, sem betur fer. Núna er til dæmis megagott veður úti. Ég er að fara á happy hour með ýmsum málfræðisumarstarfsmönnum (málfræðisumarstarf? málfræðisumar? já). Hitti Ásu í hádegisspjall og Kristínu, Díönu, Einar og Anton í sólarkaffi. Er í fríi um helgina og það á að vera sól. Vonandi verður útilega um næstu helgi. Svo að lífið er gott. Sko.
Talandi um næstu helgi. Ég er með orðið "næstur" á heilanum þessa dagana, það er nefnilega svolítið mismunandi hvernig fólk notar þetta, og það veldur gjarna misskilningi. Ég, til dæmis, myndi segja að helgin sem byrjar á morgun sé "núna um helgina" eða "þessi helgi" (þó hún sé ekki komin), og helgin eftir viku sé "næsta helgi". Kannski er hitt samt "réttara", þ.e. að sú helgi sem komi næst sé "næsta helgi" (rökrétt). Þetta kemur líka oft upp þegar fólk er að vísa til vegar í bíl. "Svo beygirðu næst" (ég segi þetta oft þegar við erum alveg að koma að gatnamótum og meina þá ekki núna heldur næst).
Þetta minnir mig eitthvað á notkun orðsins "núna" í spænsku. Ég pældi svakalega mikið í þessu og var mjög lengi að meðtaka það hvernig margir Spánverjar notuðu "núna" ("ahora") þegar ég bjó í Mad. Þegar fólk sagði "ég geri það núna" þá hélt ég auðvitað að fólk færi rakleiðis að gera það (hehe), en þá gat alveg verið að fólk ætti eftir að fá sér kaffi og fara á klósettið og færi SVO að gera það (hehe). Þannig að margir notuðu "núna" eins og "rétt strax".
Mér finnst eitthvað "fyndið" (í merkingunni athyglisvert) við það að þessi orð breyti um merkingu.
2 ummæli:
Hahahah auli! Tessi hehe :)
En já! Alltaf tegar fólk segir næste weekend vid mig, spyr ég hvort tad sé ad meina núna um helgina eda næstu. Og veit eiginlega sjaldan hvernig ég sjálf á ad orda tad stutt.
:), já einmitt, þetta verður alltaf svo langt. Fólk segir "næstu helgi" og þá þarf alltaf að útskýra hvaða helgi:)
Skrifa ummæli